Daginn

Eðli málsins er það að ég leiði hóp sem er að vinna að því verkefni að búa til RPG tölvuleik. Tölvuleikur þessi mun sameina grafíska kosti Serious vélarinnar (http://www.croteam.com/engine_features.shtml) og roleplaying-kosti d20 kerfisins (http://www.wizards.com/d20), sem m.a. D&D notar.

Verkefni þetta er ekki nýtt af nálinni, ég tók fyrst ákvörðun um að gera það í Desember, 2000, þá með Half-Life vélina sem grunn. Vegna ýmissa tafa og annara örðugleika ákvað ég þó að salta verkefnið, og lá það óhreyft fram að byrjun þessa árs, þegar ég gróf það upp og fór að vinna í því. Tók ég þá meðal annars þá ákvörðun að nota bæði Serious Vélina og d20 kerfið, en á undan því var ætlunin að nota custom-built kerfi.

Núna hefur verið sett upp heimasíða fyrir þetta verkefni, sem ber nafnið Ice on Fire. Nú þegar eru átta manns í liðinu, en verkefni af þessari stærðargráðu þarf fleiri meðlimi.

Eitt af helstu verkefnum sem liggja fyrir núna er það að smíða heiminn sem þetta alltsaman gerist í, og sníða síðan sterkan, non-linear söguþráð í kringum hann. Ég og þetta ágæta fólk sem er með mér í þessu höfum nú þegar byrjað á heimssköpuninni, en aldrei er offramboð á frjóum heilum sem geta lagt sitt af mörkum við að láta þetta verkefni verða að veruleika.

Þið sem teljið ykkur hafa hæfileika í heims- og sögusköpun megið endilega kíkja á heimasíðuna okkar, http://www.hexdot.com/projectdisplay.php?projectid=188 og sækja þar um aðild að þessu verkefni. Auk þess erum við með IRC-rás, #IceOnFire á irc.gamesnet.net þar sem þið getið spurt frekari spurninga um verkefnið.

kveðja,
-Requiem