Jæja, nú er maður nýkominn af næturröltsfundi og ekki búinn að leggja sig ennþá. Þess vegna tel ég mig í fullu standi til að skrifa almennilega grein hingað á huga :Þ

En hvað sem því líður, þá fundum við grallararnir uppá frekar sérstökum “character flaw” (sem flest spunaspil hafa, í einu formi eða öðru), nefnilega “Narrator” flaw.

Besta dæmið er líklega Private Investigator gaurinn minn í Dark Matter setting fyrir Alternity. Hann er gáfaður, snöggur, lipur og með mikinn viljastyrk. Hinsvegar talar hann mikið við sjálfan sig, einmitt á þann hátt að hann er eins og í “noir” bíómynd.

Dæmi er þegar kona nokkur á miðjum aldri, vel klædd og glæsileg kom inn á skrifstofuna. Sagði okkar maður þá, án þess að hafa MINNSTU hugmynd um að hann væri í raun að segja þetta upphátt; “The woman standing before me could well be described as handsome, even beautiful, but she was a bit past her prime and would be considered as on the certain ”age“, an age I had never been quite sure about”

Auðvitað brá vesalings konunni við þetta, en okkar maður fattaði ekkert, og bara undraðist furðuleg viðbrögð konunnar. Hann er alltaf að þessu, eins og t.d. þegar hann fór út í brakandi blíðu um hádegið sagði hann upphátt “It was a cold and stormy night” etc.

Önnur útgáfa er Max Payne leiðin. Þar kemur þetta bara eftir “scenes”, eins og rétt eftir að hann gengur út úr skotbardaga. Þá fer characterinn í svona dramatíska stellingu og segir einhverja voðalega klisjulega línu. Hann hefur náttúrulega ekki hugmynd um þetta athæfi sitt. Þessi útgáfa er náttúrulega ekki eins hættuleg og hin, enda fengi maður svosem minna fyrir hana.

Eflaust mun ég vakna á morgun og fussa og sveia yfir vitleysunni yfir okkur í nótt, en þangað til getið þið hugararnir skemmt ykkur yfir þessu, og kímt yfir okkur hálfvitunum