Eins og allir spunaspilarar vita að þá er (allaveganna að mínu mati) nauðsynlegt
að hafa einhverja hluti sem að setja stemninguna í hópnum og í spilinu sjálfu.
Hvort sem að það er tónlist, vopn (ef einhver er svo heppinn að hafa þannig hjá sér)
og fleira.

T.d. þá er í hópnum mínum (hópurinn sem að ég er í spilar aðallega D&D 3rd edition)
mjög mikið notað vopn (við erum með flail, sverð og hníf) og svo notum við líka
munkatónlist sem að er diskur sem að ég á sem heitir “Canto Gregoriano”. Þetta er diskur
sem inniheldur messur sungnar af spænskum munkum á latínu. Þetta að mínu mati setur
stemninguna strax og viðheldur henni þanngað til að diskurinn hefur klárast. Við höfum líka
notast við Apocalyptica og LOTR:FOTR diskinn. Auk þess að hafa þetta höfum við iðulega kerti
og reynum að hafa húsgögn sem að passa við (eins og gamlir leðursófar og stólar og dökk
viðarborð).


Endilega komið með fleiri tillögur um hluti eða tónlist sem að getur sett betur stemninguna.

Yours truly in jest and games,
Sir Chimpatan.
—————————-