Heil og sæl kæru Hugarar.

Mig langar aðeins að furða mig á einu atriði D&D kerfisins sem ég skil ekki að hafi ekki hafa verið breytt þegar WotC tóku það í gegn, tróðu öllu ruslinu í ‘A’ -ið framan af nafninu, og hentu því ásamt innihaldi útum gluggann.

Það er nefninlega Armor Class.

Það er búið að gera margar góðar breytingar á D&D 3rd, frá AD&D 2nd, tek sem dæmi breytingu á proficiencies í skills, meiri fjölbreytileika í samsetningum á Race/Class o.s.frv., en ég skil ekki að ekki skuli hafa verið meira gert í ThAC0 og AC málum.

Þeir jú hentu burt ThAC0, og gerðu stærðfræðina á bak við þetta eitthvað einfaldari, en afhverju stigu þeir ekki skrefið til fulls og lagfærðu meira. Það sem menn hafa lengi kvartað yfir er það að aukinn armor class (fenginn með því að hlaða sig þéttari vörnum) hafi í raun gert þunglamalega, járnhlaðna karakterana erfiðari skotmörk andstæðinga sinna. Það sem er nú útskýrt gaumgæfilega í D&D 3rd Edition, og flestir þenkjandi stjórnendur höfðu svosum þegar lesið út úr kerfinu er það að það verður erfiðara fyrir andstæðinga að “score a damaging hit”, eða að framkvæma árás sem heppnast, burt séð frá því hvort viðkomandi einfaldlega hittir ekki, eða höggið stöðvast í brynjunni.

Það er allt gott og blessað. Það sem angrar mig við þetta er sá galli að þetta er svona annað-hvort-eða kerfi. Annað hvort hittirðu alvöru höggi (og særir andstæðinginn eftir því) eða þú hittir yfir höfuð alls ekki.

Þetta þykir mér vitleysa. Flest önnur kerfi nota brynjur (armor) sem höggdeyfi sem dregur úr mætti árása, en víkur þeim ekki alveg.

Menn geta svosem sagt sér að í flestum tilfellum sé kannski ekki svo mikill munur á lokaniðurstöðunni að það skipti miklu máli, en ég er þeirrar skoðunar að ávallt eigi leikjahönnuðir að reyna að líkja sem best eftir áhrifum í raunveruleikanum, til að gera kerfið samstæðara, og varna því að gloppur (loop-holes) myndist.

Hvað finnst ykkur?

Kveðja,
Vargur
Spunaspil Administrato
(\_/)