Ecid Mitazek. Með þeim öflugri vampírum sem nokkurn tíman hafa verið til, byrjaði sem aumur þræll hjá sértrúarflokki en endaði með því að knésetja heilt ríki… þetta er sagan hans…

Þann sólríka morgun einhvertíman fæddist hinn myndarlegi Ecid Mitazek í neðanjarðarhvelfingu Fylgismanna Rósarinnar (Followers of the Rose). Voru prestarnir þarna nú þegar búnir að ákveða ævisögu hans, hann átti að verða öflugasta vampíra alheimsins undir þeirra stjórn. Honum var aldrei hleypt út, og í 18 ár fékk hann ekki að sjá sólina. Þegar hann var 18 átti önnur vampíra að nafni Miturok að breyta honum í vampíru og láta hann borða “Dauða-rósina” (einungis 3 þannig rósir hafa verið til, þetta var sú næst seinasta). En þegar Miturok var nýbúinn að breyta Mitazek réðust herir landsins á þá. Og í staðinn fyrir að klára seyðinn sendi Miturok Mitazek beint á þá (einzog allir vita, eru nýskapaðar vampírur undir beinri stjórn fyrri vampírunar). En Miturok var strax drepinn af einum prestinum sem varð mjög svo fúll þegar hann tók eftir því að Miturok sveik hann. Á þeirri sekúndu, byrjaði Mitazek að ráða sjálfur. Notaði hann tíman til að flýja af hólmi og láta þessa presta sjá um sig sjálfa. Þeir dóu allir. Og rósin tortímdist.

Eftir þetta var Mitazek orðin sinn eigin herra og ákvað að freista gæfunar í einni af stærstu borgunum þar í nágrenni og stoppaði í Middles-Dale, og skemmti sér konunglega við það að hirða hvað sem honum langaði til að hirða, og myrða hvað sem honum langaði til að myrða. En Mitazek vildi völd öllu fremur svo að hann ákvað að reyna að komast að í einhverju Theives-Guildinu með það í huga að drepa hæst-ráðanda og ná yfirtökunum þannig. En þannig fór það ekki, eftir stutta dvöl hjá þeim. Var hann og nokkrir aðrir seldir til annars manns… eða MordBris og áttu þeir að þjóna honum, þar til Mordbris langaði.

Í höll MordBris var settur kröftugur galdur á þá alla sem virkaði þannig að þeir gátu ekki gert hvor öðrum mein. Líkaði Mitazek það engan veginn, því hann vill af sjálfsögðu stjórna sér sjálfum. Algjörlega. En hann réði engu um þetta, þegar þeir voru búnir að vinna hjá MordBris í nokkra mánuði bað MordBris þá um að ná í seinustu “Dauða-Rósina” sem var geymt í sjálfum dauða-dalnum, þar sem engir lifandi geta verið án þess að mmmm deyja…

Var þá Mitazek sendur og félagar hans þangað, og eftir mikil erfiði við að komast inn þar sem meðal annars einn af þeim dó. Í sjálfum dauða-dalnum. Urðu flestir af þeim barasta geðveikir, enda ekkert að éta, allt svart-hvítt og allir dauðir. En þar sem Mitazek var nú þegar dauður gat hann haldið út. Eftir að vera búinn að leita af dauða-rósinni í nokkra áratugi fann hann hana loks og þá var komið annað vandamál. Að finna leið út.

Tók það enn lengri tíma en á endanum slapp hann og þurfti þá að skila rósinni, en það var þá sem valda-græðgi Mitazek sagði til sín, hirti hann rósina sjálfur og fórnaði henni til Hextors og bað um vald til að knésetja Mordbris í staðinn. Og það gerði hann, en á þessum tíma var MordBris orðinn miklu öflugri en áður og vissi Mitazek að ef hann myndi myrða MordBris þá myndi gjósa af stað gífurleg stríð sem myndu eflaust rústa öllu landinu, þannig að hann drap Mordbris í laumi og notaðu svo Polymorph galdur og Permanency til að vera hann… og það gerði hann og þannig hirti hann allt ríki Mordbris og varð gífurlega öflugur.

Úff… jæja, nenni ekki að skrifa meira núna. En sagan heldur áfram og fjallar einnig um afsprengi Mitazek, Max Dcap. Svo er líka sagan miklu lengri sem fjallar bara um hann MordBris. En hvað um það, kannski að ég pósti henni einhvertíman.