Level- eða punktakerfi Ég er “kerfiskarl” og skammast mín ekkert fyrir að viðurkenna það. Undanfarið hef ég fengið tækifæri á að skoða nokkur mismunandi spunaspils kerfi og ég er að reyna að flokka úr kosti og galla hvers kerfis fyrir sig.

Ég, eins og sumir hérna kannast kannaski við hef mikið gælt við það að búa til mitt eigið spunaspilskerfi, og ég hef meira að segja komist nokkuð langt með þau kerfi sem ég hef gert.

Þau kerfi sem ég hef búið til eru mismunandi mikið “stolin”, en þó finnst mér ég alltaf hafa gert eitthvað betur heldur en heimildin sem ég nota.

Núna nýlega byrjaði ég að gera þetta svokallaða jarðaflakerfi, sem var að einhverjum hluta soðið saman úr hinum ýmsu spunaspilskerfum sem ég hef prófað…ég tel mig þó eiga allan heiðurinn af galdrakerfinu sem ég er alltaf að reyna að fullkomna.

nú nýlega hef ég verið að prófa gamla DC heroes kerfið…sem persónulega, þó að það sé flókið kerfi, mér finnst algjör snilld.

allavega, best að koma sér að aðalmálinu…hinni frægu rimmu á milli level- og punktakerfis…kerfis.

þannig er mál með vexti að hið alræmda d20 levelkerfi tröllríður nú öllum spunaspilsheiminum…ekkert slæmt um það að segja ef það verður spunaspili til framdráttar svo sem.

ég fór því auðvitað að velta fyrir mér enn einu sinni af hverju levelkerfið er vinsælla en punktakerfi. er það af því að það er betra? er þetta hefð? eða eitthvað annað?

Byrjum á því að greina hvernig hvort kerfi fyrir sig virkar…svo við höfum einhvern samanburð.

Levelkerfi:
- ákveðinn fjöldi reynslupunkta þarf til að hækka um level.
- level innifelur fasta sem persóna fær þegar hún nær því level-i, minniháttar möguleikar á því að sníða hverjir þeir fastar eru sem persónan fær.
- level kerfi inniheldur yfirleitt hlutverk (bardagamaður, galdrakarl…) sem hvert um sig hefur ákveðna fasta þróun.

helstu kostir við levelkerfi eru ýmsir:
- það er auðvelt að segja: “ég er með 10. level bardagamann” þannig að allir skilji hvað þú eigir við…
- það er auðveldara að meta hversu “öflug” persóna er út frá því hvaða level hún er á.

helstu ókostir levelkerfis:
- erfiðleikar í þróun og breytingum á persónu eftirá.
- erfitt að bæta við nýjum eiginleikum og hæfileikum í kerfið eftir á án nokkurra hönnunarbreytinga, feats og galdrar í d20 kerfinu eru dæmi um auðveldar viðbætur…en hvert og eitt feat eða galdur er í “föstu” formi, illmögulegt að bæta við inn í núverandi reglur

Punktakerfi:
- reynslupunktarnir eru nýttir beint í að þróa persónuna eftir hugmyndum leikmannsins
- engin hlutverk sérstaklega skilgreind í kerfinu

helstu kostir punktakerfis:
- hvenær sem er hægt að bæta við nýjum hæfileikum og eiginleikum án þess að kerfið vinni á móti þér
- auðvelt að bæta við nýjum eiginleikum og hæfileikum í kerfið án nokkurra erfiðleika.

helstu ókostir punktakerfis:
- getur verið erfitt að meta hversu “öflug” persóna er þegar á að veita henni einhverja keppni
- það þarf oft langar lýsingar á persónunni þegar á að lýsa því hvað hún gerir og getur.

helsti munur level- og punktakerfis er sá að í stað staðlaðra “pakka” sem persóna fær eftir ákveðið marga reynslupunkta nýtir hún punktana beint í einstaka hluta “pakkans”…þannig getur bardagamaður í punktakerfi verið með mun betri hæfileika í hittni heldur en sami bardagamaður í levelkerfi á meðan hann fórnar kannski einhverjum öðrum hæfileikum í staðinn…

persónulega finnst mér punktakerfi mun betra og ég eiginlega skil ekki að þau kerfi séu ekki meira notuð en raun er. ég veit það til dæmis að ég og spilahópurinn minn gerum lítið annað en að breyta eða bæta við sérhæfðum hlutverkum (prestige classes) til þess að hanna persónur okkar. level kerfi gerir “jafnvægi” mjög erfitt…ég veit um nokkra sem myndu öskra ef ég stingi upp á því að breyta hlutverki…t.d. munks á þann hátt að taka dimension door burt og setja…segjum phantasmal killer eða wall of fire (minnir að hann sé á 4. leveli). en af hverju ætti það að vera eitthvað öðruvísi? dimension door og phantasmal killer eiga að vera jafn “öflugir” galdrar, báðir á 4. leveli.

þetta er samt gegnumgangandi vandamál í flestum spunaspilum, jafnvægi á milli hæfileika. það er lítið við því að gera nema prófa sig áfram og fylgja tilfinningunni.

Könnun fylgir með þessari grein, og mér þætti mjög vænt um að fá fleiri kosti og galla senda sem svör við þessari grein…útskýringar á því hvort kerfið er betra og svo framvegis.

bj0rn - þakka lesningu…