Ég datt hérna inn um daginn og las sögu sem gerst hafði þegar var verið að róla, sennilega third edition. Blóðugir kjólberar var fyrirsögnin, og var þetta vægast sagt fyndin saga og mjög sýrð að mörgu leiti:) En ekki sakar það þegar allir eru að skemmta sér, eins og maður hefur sjálfur oft upplifað:) Eftirfarandi saga gerist einmitt á slíku kvöldi þegar við vorum að spila 2. edition, kerfi sem mér finnst ennþá algjör snilld, Eins og sést voru menn alveg í skapi til að fíflast, en reyndu samt að róla characterana sína:)

Characterinn minn hetir Fender (Stolið úr Streams of Silver eftir Salvatore:)) og hann er dvergur, Battlerager að starfsgrein;) Fyrir þá sem ekki vita það, þá eru Battlerager dvergastríðsmenn, flestir frekar heimskir og skapbráðir, en að sama skapi sterkir og harðir af sér. “Gallinn” við að spila slíkann character er að þeir eru svo skapbráðir að hin minnsta móðgun ( svo lengi sem þeir átta sig á henni:)), hvort sem frá vini eða ókunnugum, getur orðið til major blóðsúthellinga. Þeir fara nefnilega í rage ef þeir ná ekki wisdom kasti, en til að geta orðið Battlerager má characterinn ekki vera með meira en 10 í þeim eiginleika! Ef maður nær ekki þessu kasti…well, then your foes (or friends) better be able to run damn fast!!!;) Það var einmitt þetta sem gerðist að þessu sinni:

Fender (8.lvl) og félagar (allir 8. eða 9.lvl) gengu inn í bæinn Tall Horn haustkvöld eitt eftir erfiða ferð í gegnum fjalllendið og leituðu sér að gistingu. Fyrir utan Battleragerinn var þarna Priest of Tempus (Human, 9.lvl), Myrmadon (Elfen Archer, 8.lvl) og eitt stykki half elf Necromancer sem var 9.lvl. Þeir höfðu kynnst fyrir nokkru og ferðast saman um hríð. Presturinn, Myrmadoninn og Necromancerinn, sem voru allir frekar gáfaðir, áttu það allir sameiginlegt að stríða Battleragerinum til að stytta sér stundir. Hann var sem betur fer of heimskur ( þannig spilaði ég hann allavega:)) til að fatta allar háðsglósurnar, eða þá að ég náði wisdom köstunum þegar á þurfti að halda. Sérstaklega fannst þeim samt gaman að gera grín af stríðsfáknum hans, svíninu Fluffy, eða þá brynjunni hans. Brynja Battleragers er meira en bara vörn fyrir líkamann, hún er vopn; alsett göddum, allar brúnir og samskeyti hárbeitt og stóru fletirnir eru allir hrjúfir, svipaðir og ostarifjárn! Ofan á hjálminum er svo stæðsti gaddurinn, oft álika langur og dvergurinn sjálfur! Í bardaga á Battleragerinn það til að henda sér einfaldlega á andstæðingin og hrista sig og skaka þar til að ekkert er eftir nema stór blóðklessa. Slíka brynju metur Battlerager meira en öll önnur vopn!! En því miður fyrir félaga Fenders völdu þeir einmitt að gera grín af henni í þetta sinn.
Seinna um kvöldið gengu félagarnir inn á gistiheimili og báðu um gistingu. Þar sem að Battleragerinn var frekar illa lyktandi, og neitaði algjörlega að skilja svínið sitt eftir úti, vildi eigandinn ekki láta hann fá herbergi. En eftir því sem að dvergurinn varð rauðari í framan og froðufelldi meira af bræði, sá eigandinn fram á það að hann yrði steindrepinn ef gisting fyndist ekki. Á endanum fékk Fender svo að gista í kjallaranum ásamt svíninu sínu.
Um nóttina, þegar Fender var sofnaður, brugðu félagar hans á leik og máluðu brynjuna hans bleika!! Ég þarf varla að taka fram hvað þetta voru mikil mistök;) Dvergurinn hafði dáið áfengisdauða og vaknaði því ekki við hrekkinn, en þegar hann vaknaði daginn eftir varð fjandinn heldur betur laus! Ég fékk mínus 2 á wisdom kastið vegna þess hversu vænt dvergnum þótti um brynjuna sína og ég náði því að sjálfsögðu ekki:) Fór nú Battleragerinn umsvifalaust í rage, braust upp úr kjallaranum og ruddist inn í matsalinn í leit að sökudólgnum með stríðs-svínið á hælunum. Þar sátu allir gestirnir að snæðingi, ásamt félögum hans. Hann sá þá strax en þar sem hann er frekar heimskur ákvað ég að hann myndi ekki leggja 2 og 2 saman, ekki nema að þeir myndu gera eitthvað til að gera það augljósara að þeir væru sekir! En í þann mund sagði leikmaður Prestsins þetta: “Ég ætla að benda á Fender og segja: ”Rosalaga ertu bleikur!“ og fara svo að skelli hlæja!”
Þetta voru auðvitað hræðileg mistök, því Battleragerinn reif um leið upp öxi og warhammer og óð froðufellandi í áttina að honum! Prestur sá sitt óvænna og hljóp eins hratt og hann gat í átt að dyrunum. Eltingarleikurinn barst út á götu þar sem hestur Prestsins stóð ferðbúinn. Hann stoppaði augnablik til að kasta galdri, en þegar Battleragerinn stóðst hann án þess að hægja á sér stökk hann á bak hestinum og þeysti burt. Þegar þarna var komið við sögu var Fender kominn á bak svíninu sínu og hóf eftirförina með miklu stríðsöskri. Barst nú leikurinn niður aðalgötuna og dró í sundur með þeim því hesturinn var auðvitað hraðskreiðari heldur en stríðs-svínið Fluffy. Tempuspresturinn hélt að nú hann væri sloppinn…alveg þangað til að warhammerinn hitti hann á milli herðablaðanna! Höggið var svo þungt að spunameistarinn ákvað að leikmaður Prestsins þyrfti að ná Ride-kasti til að haldast á baki. Það náðist ekki og hann féll af baki. Þar sem að Fender var enn nokkurn spöl frá honum, fékk presturinn að gera tvisvar áður en close-combat byrjaði. Hann kastaði tveimur göldrum sem höfðu lítil sem engin áhrif á brjálaða dverginn sem óð að lokum að honum og skoraði fullan skaða í fyrsta högginu, næstum fullan í því seinna! Þegar hér var komið við sögu fól leikmaður Prestsins andlit sitt í fórum sínum og hristi hausinn. Ég var hinsvegar glottandi út að eyrum;)
Þegar hina bar að lá Presturinn á bakinu í götunni en ofan á bringunni á honum sat dvergurinn, búinn að henda frá sér vopnunum en var þess í stað að hamra á andlitinu á honum með járn-hönskunum. Þá var presturinn búinn að vera dauður í 2 mínútur!;)
Allavega, félagarnir tveir sem eftir voru náðu að draga dverginn af líkinu, sem þeir hröðuðu sér svo með í næsta hof við hávær mótmæli Fenders. Dvergnum var nú runnið æðið, en hann var engan veginn sáttur við að láta lífga Prestinn við.
Eftir miklar samningaviðræður við Presta hofsins, og eftir að uppsett gjald hafði verið greitt, tókst loks að lífga Prestinn við. Flestar eigur hans fóru í að greiða gjaldið og var hann ekki sáttur við það. En hann þurfti ekki annað en að líta á Battleragerinn til að sjá að ef að hann færi eitthvað að væla, þá yrði ekki nógu mikið eftir honum næst til að láta lífga hann við aftur!;)
Needless to say þá var lítið grín gert af Fender í langan tíma eftir þetta.

Jæja, þetta er nú bara smá brot af því sem maður hefur brallað í role-play, en vonandi hafði fólk gaman af, þ.e.a.s þeir sem nenntu að lesa þetta:)

Housemouse