D&D Encounters season 2: Dark Sun, hefst hér á Íslandi miðvikudaginn 28. júlí klukkan 17:00 í spilasal Nexus.
Ég (Guðmundur Arnar) og Jens Fannar munum sjá um stjórnun á þessari 4e. Dark Sun kynningu.

D&D Encounters season 2, hófst 2. júní úti í Ameríkunni og í flestum öðrum löndum. En sökum einhverra óviðráðanlegra atvika þá fengum við þetta aðeins of seint í hendurnar.

Það þarf ekki mikla fyrirhöfn til þess að taka þátt í þessu… þar sem þetta er kynningar efni þá eru allar persónur tilbúnar og fólk þarf bara að velja sér persónu og skrá niður á þar til gert blað hvaða items og peningar hafa fundist / verið notað og hvaða dailies hafa verið notaðir.

Þetta notast við svokölluð “renown points” og eftir að ákveðnum fjölda punkta hefur verið náð, fær spilarinn verðlaun. Verðlaun þessi eru í formi spjalda sem hægt er að nota í flestum events sem WotC býður upp á og einhverjum RPGA mótum.
Spjöldin innihalda “effekt” sem hægt er að nota einu sinni hvert session, hvern kafla eða hvert event eftir því hvaða reglur gilda hverju sinni. Spilari safnar punktum með því að ná vissum markmiðum í hvert sinn sem sest er niður til að spila.
Verðlaunin nefnast:
Delver's Reward, Explorer's Reward og Adventurer's Reward
til þess að geta fengið “Delver” það þarf að hafa safnað 10 punktum, “Explorer” er eftir að 35 punktar hafa verið safnað og “Adventurer” er fyrir 60 punkta.
*Til þess að geta safnað 60 punktum þarf maður að hafa spilað öll 15 encounters og ekki dáið of oft.

Það skal tekið fram að Dark Sun hefur gengið í gegnum breytingar frá fyrri útgáfu, þannig að fólk er beðið um að vera opið fyrir breytingum. Augljóslega erum við ekki með neinar bækur tengdar Dark Sun enda ekki búið að gefa þær út, en við munum reyna að svara þeim spurningum sem okkur berast.

Ef þið hafið séð “Player's Handbook Races” bækurnar þá vitið þið hvernig þetta ævintýri er sett fram fyrir stjórnendur mínus forsíða.

ég ætla ekki að hafa þetta lengra í bili en það mun bætast við þennan póst þegar nær dregur…