Ok, vegna sýnilegs áhuga hjá sumun aetla ég ad gefa mér leyfi til ad fara adeins í hvernig Askur Yggdrasils er, thó ég hafi ekki spilad í taept ár (ég er sko í útlöndum).
Askur er prósentukerfi.
Thad eru fimm adal kynthaettir (fyrir utan thá sem madur hefur búid til), vanir, skógarálfar, jardálfar, dvergar og menn.

Hver persóna hefur níu grunneiginleika:
STÆ(staerd)
AFL(afl)
HRE(hreysti)
ÞOK(thokki)
FIM (fimi)
SNE(snerpa)
GRE(greind)
ÁRA(ára)
VIL(vilji)

Madur á svo víst ad kasta uppá hvort madur verdur borgari, menntamadur eda hermadur, minnir mig, en eins og ég var ad spila thá raedur madur thad frekar út frá eiginleikunum og eigin óskum. Hvada heilvita madur reynir ad vera skrifari thegar hann hefur ekkert milli eyrnanna og er thar ad auki vaxinn eins og Schwarzenegger? Eda galdramadur med 2 í áru..? Allavega, allar tölur/haefileikar eru byggdir á svokölludum haefnimargfaldara. Haefnimargfaldari er samanlagdur af VIL og aldri. Thví meiri vilja sem persónan hefur og thví eldri sem hún er (aldur er 2d6+15) theim mun haerri tölu hefur vidkomandi til ad margfalda teningaköst sín vid sköpun persónunnar.

Segjum ad thú sért madur sem er á leidinni ad verda hermadur. thá flettirdu upp á ‘hermadur’ í leikmannabók Asks og thar sérdu fyrst hvada God eru ad fíla hermenn. Thú faerd kannski, eftir teningakast, 4 í nád hjá Tý, strídsgudinum og 2-3 í nád hjá einum, tveimur ödrum godum. Hvert gud raedur yfir ákvednum haefileikum og ef thú ert med mikla nád hjá einhverju godi thá haekka their haefileikar thínir sem thad god raedur yfir. Á sama hátt laekka their med ónád.

Haefileikunum eru flokkadir nidu í flokka:
Þór raedur yfir líkamlega flokknum: Stökk, Kast, Sund, Klifur og Ródur. Út úr thessum flokki er svo reiknud tala sem, ef hún er nógu há, leggst vid afl thitt.

Heimdallur raedur yfir skynjun: Sjón, Heyrn, Lyktarskyn, Bragdskyn og Leit (minnir mig). Úr thessum flokki er reiknud Árvekni persónunnar, haefileikinn til ad taka eftir einhverju thegar madur var ekki ad reyna thad.

Loki raedur yfir flokk sem ég get ómögulega munad hvad heitir en í honum eru t.d. felufimi, bardagalist og sjónblekking. Úr thessum flokki reiknast hörfun, eiginleikinn til ad víkja sér undan hinu og thessu.

Hinir fjórir flokkarnir hafa tíu hafileika hver fyrir utan flokkinn ‘ýmislegt’ sem Freyr raedur yfir, en hann hefur fimmtán, minnir mig + nokkrar línur thar sem madur getur baett vid sérstökum haefilekum. Baldur raedur yfir samskiptaflokknum, Frigg (minnir mig) yfir flokk sem ég man ekki hvad heitir en út úr honum reiknast reynsla persónunnar, og Mímir raedur yfir thekkingarflokknum. Úr úr theim flokk reiknast vit persónunnar. Ef persóna thín er hermadur er audvitad lögd meiri áhersla á líkamlega haefileika og annad sem maetti eiga vid hermann. Í leikmannabókinni stendur kannski: “Stökk 2t4” Thá er theim teningum kastad. Thú faerd t.d. 5 og margfaldar thá tölu med haefnimargfaldaranum sem er t.d. 9. 5*9=45. Thá leggur thú 45 vid grunntöluna í stökkhafeileikanum sem er t.d. 25 (man thad ekki) Thá ertu kominn med 70 í stökki. Thad thýdir ad thegar á reynir og persónan thín tharf ad stökkva, thá eru 70% líkur á ad henni takist thad. 1d100 tening er kastad og ef talan er 70 eda laegri thá heppnast adgerdin. Vid persónusköpun er haldid áfram ad gefa persónunni prósentutölur vid videigandi haefileika og thegar thad er búid er madur kominn med nokkud góda mynd af hverju persónan er megnug.

Ég er bara kominn út í rugl núna, vildi bara reyna ad skýra thetta adeins út af thví ad sumir eru greinilega forvitnir um Ask. Ég vona ad thetta hafi hjálpad einhverjum og allir sem ekki enn hafa spilad Ask aettu ad prófa. Mín skemmtilegustu aevintýri hafa átt sé stad í theim heimi. Thad er bara einn mínus sem ég get fundid vid hann og thad er galdrakerfid, en thad er audvelt ad gera eitthad heimatilbúid sem virkar.

Takk takk.

–Tyrael Drekafluga–