Er spunaspil fíkn?

Svar já… tökum dæmi…, okei þetta byrjaði allt á þriðjudags-kvöldi í gær (þegar þetta er skrifað) klukkan 8, þá fór ég að DM-ast fyrir nokkra byrjendur þar sem þeir voru eitthvað að hakkast og slasjast og safna fjársjóð. Var ég þar til svona eitt, en klukkan hálf-eitt gekk í lið með mér Orri félagi minn í spilið og fórum að nördast einzog sönnum nördum sæmir.

Þegar svo klukkan var eitt, fór ég til Viðars annars félaga míns sem er einnig nörd, þar var aðalgrúppann okkar samankominn, spiluðum við þar vel og lengi, þar sem meðal annars var fagnað sigri góða orka-tribe-sins sem einn spilendanna var víst höfðingi yfir gegn vonda orka-tribe-sins. Þegar það var búið ákvöðuð þeir að kíkja til Neverwinter, en á leiðinni lentu þeir á móti nokkrum Mind Flayers og voru kaptúraðir, þar voru þeir settir í svona fighting pit, þar sem einn gauranna tókst að klifra upp vegginn og ráðast á Mind Flayerana sjálfa og olli þar miklum skaða en tókst ekki að drepa neinn. Seinna það kvöld, tókst þeim þó að strjúka með hjálp knock-galdri og hæfum rouge-i.
Þegar þeir voru svo komnir voru þeir nógu heppnir að rekast á vingjarnt Svirfneblin klan í staðinn fyrir t.d Drows. Þar fengu þeir aukavistir, hvíld, náðu að versla sér vopn og dæmi. Svo ákváðu þeir að fá einn úr Svirfneblin gaurunum til að fylgja sér upp á yfirborðið, en á leiðinni lentu þeir í útistöðum við Chitine-is og eina Choldrith og lét þar einn meðlima lífið. Stuttu eftir það hættum við og ákváðum að klára rest seinna.
En ég og Orri héldu áfram að nördast einzog sönnum nördum hæfir, og bjó ég þar til úber-karakter… Drow Fighter lvl6, Arcane Archer lvl 10 og Assasin lvl 10. Sem sagt ECL=28. Á meðan bjó Orri til karakter fyrir hitt campaignið (þar sem byrjendurnir voru) og var það Kobold sorcerer. Klukkan 07:30, fengum við símhringinua sem við höfðum samið um fyrr um nóttina og fórum við þá til þeirra og fórum að spila það campaign. Vorum við þar að spila til hádegis, þá var labbað heim til mín og bjuggum við til nýja ofur-karaktera, ég var með … Half-Fiend Dragonkin Vampire Lich Cleric lvl 20. En Orri var all svakalegri í power-playinu, og var ekkert annað en Lawful Evil Titan Monk lvl 20. Eyddum við mjög góðum tíma í það að búa þá til og gefa smá svona Magic Items líka, svo prufuðum við að láta þá slást við Copper Dragon Great Wyrm, unnum við á endanum eftir að ég var búinn að festa mig við drekan og Orri búinn að nota Ethearelness til að komast inn í drekan. Þá saug ég úr honum blóðið… con 27 til 10. Og smátt og smátt var ávallt auðveldara fyrir Titan Monkinn að stunna greyið dýrið innan frá, og endanum drap hann drekan. Þá notaði ég galdurinn raise dead og saug smá blóð og þá dó drekinn aftur og reis upp sem vampíra… undir mínu valdi af sjálfsögðu.

Ekki stoppuðum við þar, heldur notuðum við tvo miracle galdra til að fá Expedious Retreat og Haste til að stakkast til að komast sem hraðast og svo þaut munkurinn af stað með drekan í annari og mig í hinni á 360 metra á sekúndu í átt að kastalanum okkar. Svo tókum við allan fjársjóðinn sem drekinn átti og skelltum í fjársjóð-geymsluna okkar.

Þegar allt þetta uber-power-play var búið var klukkan orðin 5, var ég þá búinn að nördast samfleytt í sirka 21 klukkutíma. Og Orri í 17 tíma.
Akkúrat á þeirri stundu vildi bróðir minn endilega vera með í power-playinu okkar, og leyfðum við honum það af sjálfsögðu og skapaði þá Gunnar sinn karakter og ég strokaði út vampíruna. En Orri ákvað að fullkomna Titan-Munkinn sinn.

Nýji gaurinn minn var Human Sorcerer, með cloak of charisma, Ioun Stone sem gefur bónus í karisma og allir 5 ability-punktarnir í charisma. Að sjálfsögðu lvl 20, ákváðum við að nördast meira með þessa gaur og voru að því til svona 7. Þá fór Orri heim í mat, eftir 19 tíma nördun samfleytt. En ég gafst ekki upp, eyddi svona 2 tímum í að undirbúa spilið mitt hjá púkunum fyrir næsta session sem varð svo klukkan 9. Þar DM-aðist ég til svona 2 um nóttina.

Sem sagt 30 tímar af stanslausu D&D nördun, klukkan tvö fór ég svo í partý hjá vini mínum og var þar djúsað og djammað til 8 um morgunin og þá fór ég og Illugi félagi minn að powerplayast meira til svona 11, en þá fór hann heim til sín og er staðan þannig núna.

Ég er búinn að vera vakandi síðan klukkan 7 (um daginn) á þriðjudaginn til hádegis á fimmtudegi, núna og hef það í hyggju að fara að sofa.