Ég byrjaði að spila síðasta haust þegar ég gerðist meðlimur

í HÁMA, Hugleikja Áhugamannafélagi Menntaskólans á

Akureyri.
það var þótt ótrúlegt sé hafði ég aldrei spilað, en þetta
var fljótt að koma (ég er kominn upp á lagið með að rökræða
við DMinn um reglur:), en ég ætlaði ekki að segja frá því,
heldur ætla ég að tileinka þessa grein fyrsta karakternum
mínum, Tobias, sem að lést fyrir stuttu í
vikulegum spilatíma HÁMA
Tobias heitinn var 123 ára álfur, útvalinn prestur Solinary
í Forgotten Realms. (Man ekki statana, var með 18 í wis og
16 í Int)
Hann hafði heavy weapon og armor restrictions, en fékk í
staðinn 1 wizard galdur per level.
Ævintýri hans hófst þegar orcar í samstarfi við wizards eða
eitthvað álíka rústuðu bænum hans og meðspilara. Hópurinn
samanstóð af human Wizard (cosmo hér á huganum), fighter
elf archer, rogue-(þá thief)(kaycie hér á huganum),
clericinum mér, og lespíska-kven-dwarf-fighternum Gay
Bastard.

Næsti kafli í sögunni hófst svo þegar við ætluðum að safna
liði, og bjarga bæ frá orcum og Co. Við fengum mjög öflugan
wizard og hófum af stað með von um það bezta. Við komum að
búðunum og Wizardinn byrjaði að kasta galdri, og skuggalegt
form fór að kasta eldingu sem að lennti í staf wizardsins,
og við planeshiftuðumst yfir í Dragonlance.

Í Dragonlance gerðist ekki mikið, nema að Tobias hóf trú á
Solinary, draconians hófu stríð undir foristu Takhisis, og
Fizban slóst í för með okkur (Þá vissi enginn hver hann var
-Palandine:).
Svo skiptum við 2 úr annarri útgáfu yfir í þá þriðju, sem
að var mjög gott mál, það er miklu þægilegra að mínu mati.
Svo fóru mánudagarnir í að berja draconians, leysa hin og
þessi missionin og fleira og fleira, við hittum “lítinn”
dreka, sem drap Gay Bastard, hans var sárt saknað.

En sagan heldur svo áfram, eftir mikið af ævintírum sem ég
tel ekki nauðsinlegt að rekja hér vorum við öll komin upp á
5 lvl.

En ég ætla ekki að halda ykkur lengur, hér er þungamiðja
greinarinnar

Við vorum búin að valda einhverjum skandal, og vorum á leið
til næsta bæjar, með furðulegum álfi og minotaur war cleric.
Og við komum að þröngu gili.
Þegar við vorum loks komin vel inn í gilið fóru draconians
að setjast á gilbarminn, og veðja á eitthvað sem að okkur
heyrðust vera mínútur, en svo fyrir þá sem náðu listen
checkinu, heyrðist Thump, og það var kominn “lítill” aðeins
6 metra langur blár dreki. Tobias tók undir sig stökk og
var kominn inn í klettavegginn áður en að drekinn vissi af.
Wizardinn okkar kastaði eldknetti sem að gerði þónokkurn
skaða á drekann, sem að launaði greiðann með eldingu, sem
að setti hinn veiklulega wizard niður fyrir núllið. Tobias
heyrði öskur fallins vinar síns, og stökk aftur út úr
steininum til hjálpar, og náði að koma honum vel upp fyrir
núllið.
Á meðan þetta allt gerðist gerðu allir sitt besta,
minotárinn kastaði Bull's strength (fékk fullt +9), og fór
inn í enrage eða eitthvað (leiðréttið mig) og fór með öllu
þessu upp í 31 strength, hann hjó svo allhressilega í
drekann sem að var orðinn hálfblindur af trueshot ör.
Drekinn brá á það ráð að hoppa inn í miðjan hópinn, og
teningarnir réðu því að drekinn lennti ofan á Tobiasi, en
öll von var ekki úti enn, ég var með tiltölulega mikið af
HP (39) og fékk ekki nema 31 í skaða, eftir þetta kallaðist
ég Cleric stew.
En þá gerðist það skemmtilega,
litla-sæta-kenderlike-mangaaugun thiefin okkar fór ofan í
kistu sem að merkt var með hauskúpum og merkimiða -
warning, Gnomish mining equipment, og dró upp 3 kúlur, og
kastaði í drekann, sem að var farið að hringla í þegar
reykurinn dalaði, en hann stóð ennþá, allavegana þangað til
að minotárinn tók hann og kláraði hann. Þá líður sagan að
Tobasi, sem að, ja gerði ekki mikið eftir þetta, og var
orðinn að kentucky fried Cleric eftir að hafa fengið á sig
27 í skaða, var semsagt kominn í -21, sem að er það illa
farið lík að það er ekki hægt að resurecta nér reencarnaita
hann.

Þannig að ég hafði misst minn fyrsta karakter, sem að
jafnframt var minn fyrsti.

Í minningu
Gay Bastard, the new dragon chew toy
Unnamed Barbarian, aka. iceman (lenntum í white dragon)
Tobiaz, the Kentucky fried cleric.


Eru einhver ráð til þess að endurvekja Tobias, eða á ég
bara að stofna minningarsjóð?

Þakkir fyrir lesninguna
-sniper

ps.
-Á einhver stata fyrir Goatsuckerbird? Værir þú þá
til í að segja mér hvar þá er að finna, eða sent mér þá?