TRAIL OF CTHULHU
Útgefandi: Pelgraine Press

Í mistri forsögunar féllu niður til jarðar ókunugir guðir og skrímsli og börðust um yfirráð yfir plánetuni, og notuðu til þess framandi vísindi og óhugsandi krafta þangað til að heilu meiginlöndin sukku og höfin suðu. Útkeyrðir og sigraðir, féllu þeir í árþússunda langan svefn og mannkynið fer sína leið yfir gröfum þeirra og grafhýsum. En það eru til þeir sem leita af brotum af þekkingu sem þeir skildu eftir. Þeir sem vilja leyndarmál stjarnana og hinn sönnu nöfn aðra vídda. Þeir sem vilja krafta dauðra guða og aðrir sem vilja vekja þá upp.

Spilarar í þessu spili eru þeir sem gruna sanleikann um heiminn og reyna að koma í veg fyrir að fylgjendur hinna gömlu nái fram markmiðum sínum og leiði mannkynið til tortímingar.

Trail of Cthulhu er náskilt spilinu Call of Cthulhu enda fjalla þau bæði um sama hlutinn það er að segja hóp rannsakenda sem uppgvötvar einhvernn ókunugann hrylling og reynir eftir besta mæti að takast á við hann. Það sem er öðru vísi í Trail of Cthulhu er hvernig persónur eru settar upp og hvernig spilarar finna vísbendingar til að koma sér áfram í spilinu. Persónur eru samsettar af rannsakenda kunnátu sem er svo skipt í akademíska,mannlega og tæknilega hæfileika og allrahanda hæfileika svo sem vopnfimi,heilsu, stöðugleika og því um líkt. Í þetta allt er dreyft punktum sem ákvarða svo hæfni í hæfileikanum. Í spilun þá er teningum ekki kastað til að persónur taki eftir eða finni vísbendingar heldur ef persóna er méð rétta kunnátu og er á réttum stað þá finnur hún það leitað er að, hinns vegar geta persónur eytt punktum úr hæfni sinni til að fá frekari vitneskju úr vísbendingum sem hún hefur fundið. Eina skiftið sem tening er kastað er þegar eitthvað er í efa eins og bardagar og annað sem teingist allrahanda hæfileikum en ekki þegar alment rolleplay er og vísbendingar eru fundnar.

Trail Of Cthulhu er ágæt viðbót í Cthulhu spila safnið en er ekki að gera hlutina betur en Call Of Cthulhu gerir en gerir þá bara á annann hátt sem gæti hentað mörgum betur en fyrirrenarinn.Bókinn heldur sig við hið klassíska sögusvið í Cthulhu sem er þriðji áratugur síðustu aldar og hefur geyma góðar upplýsingar um hann og heimin á þeim tíma. Ég mæli allveg með að þeir sem eru að pæla í hryllings spunaspili kíki á þennan valmöguleika. Fyrir mitt leyti gæti ég allveg hugsað mér að nota þetta spil oftar eftir að hafa stjórnað því einusinni.