Tilgangurinn með þessari grein er að finna leið í kringum vandamál, hugtök eins og meta-gaming og power-gaming.
Ef þér finnst þessir hlutir fínir, og eðlilegur hluti af spila-kvöldum, eða ert búin að heyra þetta oft áður, þá er þessi grein ekki fyrir þig. Hún er líka ógeðslega löng. Hættu að lesa núna. Skamm.


Ætlunin er að taka eitt leik-kerfi fyrir: D&D, og þriðju útgáfuna.

AÐ taka Player´s handbook af leikmönnunum!?! Hljómar eins og slæm martröð eða strip í KoDT. Næst hræðilegsti hlutur á eftir teningalausu spili.
Player´s handbook sem lengi hefur verið ásamt class-supplement bókunum helsta vopn leikmanna gegn ofurvaldi Stjórnandans og skepna hans.

Jú, nú hefur borið á því, að snjallir leikmenn hafa reiknað út hvernig kerfið virkar. Stjórnandinn horfir á hvað karakterar leikmannanna geta og fyllir dýflissuna af skrímslum í samræmi við það. Mjög líkt og tölvuleikurinn Diablo til dæmis. Þessir séðu leikmenn koma sér síðan upp kerfi, sem gefur sem bestan árangur, í formi þess að lifa hverja dýflissu af, og fá sem mest af plús-vopnum og experience points. Þá er líka freistandi að vera hæfari og betri heldur en aðrir meðspilarar.

Í öllum tilvikum hefur stjórnandinn töglin og höldin. Tölvuleikurinn Baldur´s Gate býður upp á gott dæmi: Ef að sá sem spilar gerist sniðugur og reynir að ráða fósturfaðir sinn af dögum, er hann samstundis sviptur lífinu og þarf að load-a síðasta save (fósturfaðirinn er nauðsynlegur fyrir framgang sögunnar).
Sama getur átt við í pappírs og blýanta útgáfunni: ,,Hvað meinarðu, dugar 24 ekki til að ná reflexinu á fireball??, það getur ekki verið þá hlýtur “pabbi” að vera með 26 í int fyrst að hann er 8unda lvl vegna þess að fireball gerir d6 per lvl og svo koma nákvæmir útreikningar á hvernig spell focus hefði ekki dugað o.s.v.f.r. Skiptir ekki máli. Einfaldara hefði kannski verið að láta Szass Tam og Larloch vera í lautarferð einmitt þarna í nágrenninu og blasta þorpið sem fósturfaðir þinn ól þig uppí. Auðvitað slæm stjórnun, en það þýðir venjulega álíka mikið að rífast við DMinn og tölvuna þína (bæði fara í fýlu).

Spurningin er:
Spilararnir eru að velta því fyrir sér hversu hátt CR vondi rouge/munkurinn, sem var kominn með improved evasion, er orðinn núna þegar hann er vampýra.
Dregur þetta úr trúverðugleika heimsins sem þeir eru í , og um leið hæfni þeirra til að lifa sig inn í persónur sínar?
Hér verður gengið útfrá því að svarið sé já.

Við að fjarlægja reglurnar frá spilurunum, væri þá ekki hægt að skapa fyrir þá raunvörulegri heim? Heimurinn myndi hætta að verða kortlagður með tölum. Það myndi ekki vera alveg eins augljóst að Elminister gæti lamið þennan Artemis hvenær sem er. Karakterar myndu halda áfram að fara upp um level og batna í bardögum, en spilarnir myndu þurfa að finna það út í gegnum bardagareynslu. Semsagt, enginn myndi segja þeim að þeir væru komnir með plús einn í viðbót á base attackið sitt. Spilarar myndu segja stjórnandanum hvaða hæfileika þeir væru að reyna að þjálfa, einfalt dæmi væri:
Quarion, væri álfur. Hann myndi fá leiðsögn og æfa sig í því að reyna að hitta betur þegar hlutir á hreyfingu væru fyrir skotlínunni, búinn að taka eftir að erfiðara er að hitta þegar vinir hans eru komnir í návígis-bardaga við óvinina.
Nú næst þegar Quarion fær feat verður það precise shot, og í bardaga eftir tvo mánuði tekur hann fyrst eftir að honum er farið að reynast auðveldara að hitta.

Gæti þetta fyrirkomulag gengið, og jafnvel verið betra en hið fyrra? Það minnkar a.m.k. svo-kallað power play. PC´s héldu að sjálfsögðu áfram að kasta teningunum.

Og já, þetta þýðir að stjórnandinn myndi hafa karakter blöðin.