Ef við lítum nú á hina blessuðu ferðatrúbadora ( Bards… ), þá er ýmislegt sem kemur í ljós.

Við fyrstu sýn er sem hann sé einmitt blanda af því besta úr hverjum flokk. Hann hefur ágætis bardagahæfileika og getur einnig framkallað söng djúpt úr sálu sinni sem virkar hvetjandi fyrir bandamenn hans. Þar að auki getur hann framið nokkra seyði sem annars eru einungis framdir af galdramönnum, og síðast en ekki síst getur hann læknað sár á undraverðan máta.

En mín spurning er þó sú: Hefur einhver spilað þennan flokk mjög lengi? Hann er býsna góður á fyrstu stigum ævintýrisins, en missir hann ekki nokkuð af sínum sjarma þegar fram í sækir?

Ef einhver hér er með einhverja góða reynslu af þessum umtöluðu trúbadorum, þá endilega mótmæltu mér, en að því að ég best fæ séð, þá er það fátt, ef nokkuð, sem mælir með því að maður spili með þá til langs tíma.

Gunni
Eitt bros getur dimmu í dagsljós breytt.