Smá kynning á Raistlin Majere Wizard frá Dragonlanceheiminum, hann er ein uppáhalds söguhetjan mín og ég vona að þið getið notið einhvers af þessarri “stuttu” frásögn

…VARÚÐ þessi grein er MJÖG mikill Spoiler fyrir þá sem eru/ætla að lesa Dragonlance sögur!

Smá grunnatriði um heiminn!
garldramönnum í Dragonlance er skipt í 3:
svart-klæddir /vondir,
rauð-klæddir /neutral,
hvít-klæddir /góðir.
Þeir klæðast robes eftir þessu og dýrka garldraguðina þrjá, tunglin Solinari (hvít, sterklegur karl), Lunitari (rauð, falleg kona) og Nuitari (svart, feitur karl). Þeir fylgja guðum sínum en ef á reynir styðja þeir hvorn annan gegn öðrum Mortals.
Svo eru brwnrobes, þeir eru þeir sem þorðu ekki/gátu ekki tekið Prófið
Solamnia = riddaraland
Cataclysm: guðirnir köstuðu “firery mountain” niður á Krynn til að refsa mönnum fyrir heimtufrekju, eftir það “yfirgáfu” guðirnir Krynn. more like: fólkið yfirgaf guðina reyndar

Fjölskylduhagir
Móðir hans var frá Solamniu og hafði hlaupist á brot með fyrri manni sínum þegar honum var vísað í burtu, þau áttu eina dóttur, Kitiara uth Matar. Hann yfirgaf hana seinna en hún kynntist þá einföldum manni í bænum Solance og eignaðist með honum tvíburana Raistlin og Caramon Majere. Hún var með meðfædda galdraorku sem kom fram sem forsjárhyggja en fékk aldrei tækifæri á að halda þessum hæfileikum í skefjum og veslaðist smám saman upp. Maðurinn hennar dó samt áður vegna vinnuslyss.

Uppvöxtur
Raistlin var alltaf veikur, hann var veikbyggður og ónæmikerfi hans var lélegt, og dróst inn í sig með tímanum þvert á bróður hans Caramon sem var heilbrigður og glaðlegur. Á meðan Raislin fjarlægðist krakkana í Solance og systur sína varð Caramon alltaf vinsælli og vinsælli, þrátt fyrir að vera ótrúlega einfaldur. Raislin eyddi dögum sínum fram að sex ára aldri í að hugsa um móður sína, sem var haldin slæmri ímyndunnarveiki, og lesa þær fáu bækur sem hann gat komist yfir (mig minnir að mamma hans hafi kennt honum… eða hann kenndi sér sjálfur). Þegar hann var sex ára átti hvít-klæddur wizard (Antimodes) leið um Solance og fann í honum innri orku sem bennti til galdra. Hann styrkti Raistlin til náms í wizardskóla (reyndar taldi hann Majere-fjölskyldunni trú um að skólinn væri ókeypis). Þar var Raistlin líka útundan, þetta var heimavistarskóli og ekki allir voru þarna af áhuga um garldra. Eftir einhvern tíma fengu krakkarnir hinsvegar nóg með að stríða honum því þau fengu ekki viðbrögð og þá tók við jafnvel erfiðari tími fyrir Raistlin: hann var ekki til! Ekki hjálpaði að Kennarinn lagði hann í einelti því honum var illa við styrktaraðila hans. Sama hve vel Raistlin gerði, það var alltaf sett útá hjá honum. Antomodes fylgdist þó með í fjarska og sá hve góðu hæfileikar Raist lofuðu. Þegar Raist kom heim til sín var hann utanvið krakkana sem áður, forðaðist þau og hélt sig heima hjá móður sinni. Hann lærði líka lækningar frá weird-Maggot og sá um húsvitjanir. Hann bjargaði mörgum lífum með þessarri iðju sinni og vann sér inn þakklæti margra mæðra.

Fyrsta prófið
Fyrsta prófið sem nemendur garldra ganga undir er að skrifa “I Magus” á bréfsnepil, seems simple enough nema að þeir standast ef stafirnir lýsast upp. Raistlin féll næstum því! stafirnir glóðu ekki svo hann bað til ALLRA ÞRIGGJA garldraguðanna g lofaði þeim sál sinni ef aðeins hann myndi ná prófinu, þau birtust honum og lofuðu honum göldrunum, þá glóði blaðið ekki aðeins heldur brann, garldrarnir voru svo miklir.

Prófið í the tower of Wizardry
Það próf taka aðeins þeir sem eru nægilega ákveðnir í að verða wizard. Þú annaðhvort nærð því eða deyrð. í stuttu máli náði Raistlin því EN það kostaði, hann drap bróðursinn (illusion af honum amk.), seldi sál sína, skinn hans varð gylt, hann fékk skrítinn ólæknanlegan sjúkdóm og augu hans sjá allt deyja (nema immortals, þeir eru eins og ljós í myrkrinu. t.d. Drekar). Eftir þetta var sambandið milli hans og Caramon stirt en amk from Caramons side þá batnaði það með tímanum (raist var háður samviskubiti langt á eftir.

Mercenarywork
Þeir bræður byrjuðu í her “the Mad Baron” þar sem Raist var settur undir brown-robed mage! hann var fyrst alveg brjálaðislega hneikslaður en seinna fór hann að meta hæfileika meistara síns, t.d. lærði Raist að kasta göldrum án Component!

Heroes of the Lance
Hinar hetjurnar treystu Raist aldrei, hann var hafður með afþví Caramon myndi aldrei skilja við hann. meir að segja Tas (the kender) treysti honum ekki. Raist var samt sá sem bjargaði þeim time after time.

Friends and love
Caramon: Raist vissi að hann gæti ávalt treyst honum og þó hann kallaði C. oft heimskan uxa vissi hann að C. bar mikla visku í hjarta sér
Bubu: Gullydwarf-stúlka, nautheimsk en trygglynd, Raist kastaði charm galdri á hana fyrst er þau hittust en Bubu (ólíkt flestum sem eru notaðir á þennan hátt) snéri ekki baki við hann þegar garldurinn hætti að virka heldur varð ástfangin af Raist. Hún er hans eini “soft-spot” og gullydwarfs einnig því hann fann fyrir samkennd, hann sá sjálfan sig sem gullydwarf
Cleric of Paladine: man-ekki-hvað-hún-heitir, kona sem Raist þurfti að nota í galdur (eftir War of the Lance) en varð hrifinn af, það endist samt ekki lengi þó hún væri staðráðin í að finna kærleika í honum.
Ung kona: þegar hann var ungur hittu hann og C. unga konu (NOT-human) sem hann eyddi svo nóttinni með, þetta er “þjóðsaga” en sagt er að nóttin hafi borið ávöxt: unga stúlku.
Fizban: not all who he appears to be, hann var ekki beint vinur heldur einhver sem Raist sá að han þurfti að hugsa um svo að hann gerði ekki skaða gegn hópnum og/eða sjálfum sér.
Lemual: herbalist og brown-robed wizard, bjó í Haven og tók Raist inn. Þeir höfðu sameiginlegan áhuga á plöntum. Góður maður og þeir hjálpuðu hvor öðrum mikið

White-Red-Black
Raist valdi neutral eftir prófið en hann var ekki alltaf N, þegar hann var að alast upp sem healer gat hann vel flokkast góður. Með tímanum sá hann hinsvegar “the cruelty of life” og í enda stríðsins (War of the Lance) var hann orðin Black-robe, reyndar ekki af eigin vilja.

Master of past and future
eftir stríðið fór máttur Raist að vaxa og að lokum varð hann Master of past and future sem Fistandalius, wizard á tímum the Cataclysm. LÖNG saga!

Persónuleiki
Kaldur, kaldhæðinn, einsamall, reiður útí heimin. hann finnur til með veikum og þeim sem eru utangáttar í heiminum því hann er það sjálfur. Það sem er mest virði fyrir hann er þekking, hann safnar þekkingu, dáir þekkingu, elskar þekkingu. Hann verður ekki kynferðislega hrifinn því hann veit af fenginni reynslu tvennt: engin kona myndi vilja liggja með mér og ef hún myndi gera það myndi ég missa afl minn í einhvern tíma, missa garldrana! það eina sem hann telur sig eiga fram yfir annað fólk er garldrarnir. Hann er sterkur í þeim skilningi að hann er tilfinningalega sterkur

ég myndi giska á að statarnir væru e-ð svona (í Ad&d)
str: 8, dex: 15, con: 6, int: 18, wis: 16, cha 10

ég verð að byðjast afsökunnar á því að hafa svona stutt í endann en ég veit meira um fortíð Raist en framtíð :/

ef þið sjáið e-ð sem vantar/er rangt, endilega leiðréttið
…og sorry ef stafsetningavillur eru í textanum eða nörn skrifuð vitlaust (lesblinda)

kveðja
IceQueen

p.s. ég mun seinna koma með e-ð um Cyric, Tas og Lloth