Mini rpg Mót verður haldið í spilasal Nexus Laugardaginn 28 Febrúar kl:18:00 til svona 23:30 sum borð kannski lengur. Það mun kosta 500kr að skrá sig sem spilari og skráningarlistin er í afgreiðslu Nexus.

Spil/kerfi sem eru í boði:

Houses of the Blooded

Nafn Stjórnanda: Tómas Gabríel

Aldurstakmark: 16+ (búist er við að spilarar hafi þroska til að spila í roleplay-intensive spili og hafi frjótt ýmindunarafl)

Reykingapásur: Fáar

Lýsing: Spilarar eru allir riddarar, hirðmenn og lénsmenn greifa og þurfa bæði að sjá um undirbúning og gæslu afmælisveislu greifa þeirra. Greifinn hefur safnað að sér mörgum óvinum í gegnum tíðina og ákvað að spara ekkert þegar kemur að öryggi síns og gesta sinna.



Kerfið er mjög einfalt og hefur fengið góðar viðtökur hér á landinu. Fær hver og einn spilari mun meiri völd í eigin hendur en gengur og gerist í öðrum spunaspilum og er lögð áheyrslan á spunann.



D&D 3,5

Nafn stjórnanda: Sigurður Daði Bjarnason

Aldurstakmark: 15

Spilarar:4-5

Reykingapásur: Fáar

Lýsing:
Sagan gerist í óðali hjá ríkum aðalsmanni sem á mestallan dalinn þar sem sögupersónur búa í. Ævintýrið byrjar þar sem persónur sögunar velta vöngum afhverju aðalsmaðurinn bauð galdramanni sem hefur verið þekktur fyrir gagrýndar tilraunir sínar og tvem útsendurum kirkjunar í matarboð til sín, en hlutirnir bæði skýrast og flækjast þegar aðalsmaðurinn kemur og útskýrir mál sitt. Sagan verður spennu hrollvekja.


Mein Zombie!


Stjórnandi: Ísleifur Egill

Kerfi: World of Darkness

Aldurstakmark: 15+

Spilarar: 6

Reykingapásur: Fáar



Árið er 1945. Seinustu 12 mánuði hafa uppvakningaherir Þriðja ríkisins snúið stríðinu algerlega við. D-dags innrásin misheppnaðist algjörlega, Bretland er fallið og Þjóðverjar einbeita sér nú að fullum mætti gegn Sovétríkjunum. Spilara tilheyra sovéskri sérsveit sem sinnir leyniverkefnum í fremstu víglínu. Apocalyptic stemmning í bland við hasar og góðan slurk af geðveiki. Ath: Ef þið eigið D10 teninga, endilega koma með þá.


WoD/Promethean the Created
Stjórnandi: Jens
Aldurstakmark:16
Lýsing: Hópurinn stoppar í bæ einum á pílagrímsferð sinni til hvíldar en komast að því að
það er ekki alt með feldu. Og þurfa að gera upp við sig hvort það borgi sig að koma öðrum til bjaragar.


sjáumst hress og spilastemmningu á Mótinu.

Magnoliafan.