Jæja.

White wolf hefur nú gefið út enn eitt undirkerfið fyrir spunaspilsheim sinn; World of Darkness. Í þetta skiptið er ekki að ræða um að spilendur taki að sér hlutverk ófreskju eða töfraveru, sem hefur aragrúa af yfirnáttúrulegum og ógnvekjandi hæfileikum sér til aðstoðar og bóta.

Í þetta skiptið eru það við; mennirnir sem erum grandskoðaðir í tilraun okkar til að halda ljósinu logandi í myrkraveröld.

Veiðimenn (Hunters) hafa verið til í aldanna rás. Þetta eru þeir sem sáu of mikið af því sem faldi sig í skuggunum. Fólk þetta upplifði að hulunni væri svipt af augum þeirra, oft á sálardrepandi máta, með því að bera vitni að ógeðfelldum hegðanarháttum þeirra sem voru ekki mennskir. Þeir sáu vampirur, nornir, varúlfa, huldufólk og djöfla ásamt verri hlutum og í stað þess að loka bara augunum aftur og þykjast sem þetta væri ekki til ákváðu þeir frekar að taka upp kyndil veiðimanna og berjast gegn fólskunni.

White Wolf eru farnir að bregða sér svolítið frá stereotýpunni, þar sem að út kom skrímslið eða “race”, sem var oftast skipt í fimm tegundir, sem áttu það til að hópast í 5 stórar deildir eða stefnur. Veiðimenn hafa vissulega þessar deildir, sem eru þó ekki alveg bara fimm talsins auk þess að hafa mismunandi fjölda meðlima eða útbreiðslu.

Auk þess eru Veiðimenn ekki ofurnáttúrulegir. Ólíkt forvera Hunter: The Vigil sem hér Hunter: The Reckoning, fá veiðimenn enga krafta uppúr þurru, heldur þurfa oftast nær að reiða sig á lævísku og þrautseygju blandaða samvinnu ef þeir ætla að eiga séns á að lifa af nóttina. Að vísu GETA þessir veiðimenn öðlast ákveðna krafta, en þeir eru ekki beint sjálfgefnir og krefjast inngöngu í hin stærstu veiðimannasamfélög.

Spurningin er þá, ef að veiðimenn eru ekki yfirnáttúrulegir, hvað er fólk þá að kaupa með bókinni? Ef þetta eru bara mennskir menn, til hvers í áranum ætti maður að vera að spreða í þetta? Tjah… fyrir það fyrsta er bókin góð innsýn í hvernig það er að lifa í þessum heimi eftir að hulunni hefur verið varpað af augum manns. Taugaveiklunin og hræðslan við það að lifa í “Þeirra” heimi samkvæmt “þeirra” reglum. Hvernig skal bregðast við og berjast fyrir því sem maður trúir á… eða kollvarpast ofan í brjálæði og á endanum verða eitthvað sem að er verri en “þau”.

Það eru nokkrir nýir hlutir sem koma að vísu í bókinni. Það fyrsta er nokkuð sem ég hafði lengi vel pælt í sjálfur og reynt að setja inn í mína eigin leiki með takmörkuðum árangri. Það eru professions/professional training. Professions túlka það að spunapersóna þín er í raun og veru ósköp venjuleg manneskja. Hann fer í vinnuna. Hann borgar reikninga. Hann runkar sér í sturtunni á morgnanna og lætur sig dreyma um framtíðina…. og hann gæti verið góður í vinnunni sinni… eða ekki. Professional training er Merit sem fara stigvaxandi frá 1-5 punktum. Eftir því sem að sá Merit er hærri, því meiri jaðarhæfileika hefur maður sér til notkunar, eins og tengiliði, áframhaldandi menntun og á endanum sá eiginleiki að geta gert vinnuna sína (profession) nokkurn veginn sofandi, sem að gefur aðgang (með eyðslu Willpower stigs) að “Rote” köstum í þeim hæfileikum sem við eiga. Rote kast þýðir að einu sinni, má spilandinn endurkasta öllum þeim teningum sem ekki komu upp sem Success. Það borgar sig að vera góður í vinnunni. Þessi professions geta verið magvísleg og eru gefin mörg dæmi í bókinni, eins og cop, hitman, technician, scientist og svo framgvegis, hvert og eitt með sína eigin tvo hæfileika sem eiga við.

Samtökin innan leiksins skiptast í þrjú stig. 1. tier, 2. tier og *gasp* 3. tier. 1. tier eru hópar veiðimanna sem starfa á grunnstigi. Þetta eru mæður með haglabyssur, afi gamli úti í skúr eða Pétur frændi sem fer oft út í skóg. Þessir veiðimenn eru oftast nýbyrjaðir að sjá sannleikann í kringum sig.

2. Tier er það sem myndast þegar minni hópar af 1. tier veiðimönnum fara að mynda tengsl sín á milli. Þeir fara að sópa saman eigum og auðlindum, til þess að geta betur barist gegn hinu illa.

Svo er það 3. tier, sem að eru ennþá stærri samtök sem teygja anga sína yfir veröldina. Þau eru oftast fjármögnuð af einhverjum öflugum samsteypum, eins og Task Force: VALKYRIE, sem að er óviðurkennd deild Bandaríkjahers.

Það er svosem ekki mikið sem segir að tier 1, 2 og 3 séu æðri en hvort annað. Öll hafa sitt upp á að bjóða, þó að tier 3 veiðimannasamfélögin (kölluð conspiracies) bjóði oftast upp á aðgang að græjum og galdrakukli sem venjulegt fólk fær aldrei af vita af; sérsmíðaðar kúlur framleiddar með drauga-efni til að betur hæfa það óáþreifanlega, eða fórnargaldra sem gerir veiðimanni kleift að kveikja í skrímsli að vild. En slíkar græjur eru dýrkeyptar… þetta er ekki beint sveitaklúbbur sem þú valsar inn í og valsar svo út úr. Of margir veiðimenn í þessum 3. tier stofnunum minnast þess þegar þeir þurftu að elta niður gamla “starfsfélaga” til þess að þeir myndu ekki gera lífið leitt fyrir restina af þeim.

Tactics er annað sem kemur með kerfinu. Veiðimenn þurfa að standa saman og hafa oftast ekki þessar “græjur” til að sinna öllum sínum vandamálum fyrir sig. Þau hafa bara hvort annað. Hughreystingar og samvinna fara langa leið til að tryggja góða veiði. Tactics endurspegla þetta. Tactics eru merit sem að einblína að samvinnuköstum til að fá sem mest út úr teningunum. Sem dæmi um þetta eru “Controlled Immolation” (sem gerir veiðimönnum kleyft að kveikja í andstæðingi á augabragði með mikilli nákvæmni, eða Moral support, sem að eykur andlegt þol veiðimanna sem þurfa að glíma við ófreskjur sem að kunna margvísleg brögð til að fletta af vitneskju manna eða stjórna þeim samkvæmt eigin vilja.

Jæja, ég ætla ekki að fara mikið nánar út í þetta kerfi. Frekari upplýsingar má einfaldlega finna á White Wolf heimasíðunni eða með því að laufa í gegnumm bókina hjá strákunum í Nexus. Ég á eftir að taka fullt session í því til að kanna hvernig það fúnkerar en ég hlakka mikið til. Að setja varnarlausar manneskjur í heim myrkurs þar sem nætur eru kaldar og skuggarnir langir.
EvE Online: Karon Wodens