Ég var að hugsa út í hvað fólk gerði á sínu roleplay til að koma á rétta “ambience”-inu?

Til dæmis hjá okkur erum við allavega með einhverja skemmtilega cult-tónlist í gangi, einsog apocalyptica, baldurs gate, eða núna nýverið lord of the rings geisladiskurinn (og fleirri auðvitað).

Svo notum við ensku oft til að leika öll samtöl og sýna að við erum að tala sem karakterarnir.

Hvað eruð þið hin að gera skemmtilegt til að bæta andrúmsloftið, eða bara spilið sjálft ?

Er einhverjir sem hafa farið út í það að bæta spilið með aktífum leikaraskap (semsagt standa frá borðinu og sýna movement) eða eitthvað svipað?

K.