Ventrue: Lords over the Damned Ventrue kvíslin í Vampire: The Requiem er ein af fimm kvíslum ólíkra vampíra, hver frábrugðin annari. Hver kvísl hefur haft frekar óljósa fortíð hingað til hvað varðar uppruna sinn og fínni félagslega þætti, sökum þess að meining White Wolf, skapenda World of Darkness, var að spilendur og spunameistarar skyldu fylla í eyðurnar.

Hinsvegar hafa þeir hægt og rólega gefið hugmyndir og vísbendingar spilenda til notkunar og þarmeð hægt og rólega afhjúpað leyndardóma nWoD eins og þeir sjálfir úthugsa þá.

Ventrue: Lords over the Damned, er ein af fimm “Clanbókum” þar sem farið er djúpt í Ventrue kvíslina, uppruna hennar, hegðanamynstur, hefðir og fleira.

Án þess að að spilla fyrir þeim upplýsingum sem í bókinni koma fram ætla ég að fara grunnt yfir nokkur atriði bókarinnar.

Svo virðist sem Ventrue teygi sig allt aftur til Trójuborgar, þar sem að þeir ríktu sem lægri-guðir eldri tíma. Það var hér í þessari borg sem að Ventrue kvíslin segist hafa hlotið sinn fyrsta og seinasta ósigur sem heild, sem bjó til þann frasa sem margir ventrue nota enn í dag “We always win.”

Eftir ósigur sinn í Tróju, flúðu þeir og breiddust um hinn víða heim, ætíð sprettandi upp við hlið drottnara og valdhafa er þeir risu um gjörvalla Evrópu, svo í hinum nýja heimi vestanhafs.

Í bókinni er stutt málsgrein sem útskýrir nafnið “Ventrue” og hvernig þætti þess megi rekja til margra orða sem merkja ávallt “drottnarar,” “sigurvegarar” og jafnvel til vana, guða frá norrænum trúum.

Menning Ventrue kvíslarinnar leggur áherslu á það að vera fágaður og stjórnsamur. Það er hlutverk hvers Ventrue að vera lávarður að einhverju tagi, gerandi sem honum þóknast sem valdhafi en þó ekki sem stjórnlausri skepnu. Völd eru þó oft mistúlkuð, en Ventrue vita alltaf hvar völd má fá, hátt sem lágt.

Í bókinni var lofað að koma með endurvakningu gamals heitis frá oWoD, Malkavians, sem voru einskonar geðveikar vampírur. Þessi ákvörðun fékk blandaða dóma frá spjallborðum White Wolf, þar sem iðkendur kerfisins töldu þetta annaðhvort lofa góðu eða sýna fram á tilbreytingarleysi White Wolf og tilhneygingu þeirra til að nota gamla hluti í stað nýrra hugtaka. Ég verð að játa að ég hallaðist sjálfur að síðarnefnum hóp, en eftir að hafa lesið um Malkavians í Lords over the Damned, verð ég að játa að mér þykir tilkoma þeirra á ný vera afbragðs lausn á þessu máli og kærkomin viðbót.

Bókin er ekki að kafna í mechanískum viðbótum eins og blóðlínum, ögum eða því líku, en hefur þó örlítið af því hér og þar. Þar á meðal má nefna Dementation agann, sem að leyfir Malkavian vampírum að stýra geðveiki sinni yfir á umheiminn.

Ýmsar stereotýpur spretta upp í bókinni og eru rannsakaðar, þar á meðal viðskiptajöfurinn auk rottukonungsins, sem gætu hjálpað spilendum að móta sína eigin útgáfu af Ventrue persónum.

Bókin er skrifuð á frekar sérstakan hátt, einskonar frásagnarhátt sem kemur frá Ventrue vampírum sjálfum, eins og þeir sjálfir séu hér að rita niður staðreyndir um þá dýrð sem að þeir eru.

Nú veit ég því miður ekki hvort Nexus séu komnir með bók þessa á hillur sínar, en ég get nánast lofað unnendum Ventrue eða einfaldlega Vampire: The Requiem að hér er á ferðinni stórgóð “flavor” bók sem mun virka sem gott innblástursefni í margar sögur.
EvE Online: Karon Wodens