hafiði einhverntíman náð að spila út e-ð romanceplot?
ég er að spila núna með hóp af strákum og við erum frekar klassísk grúbba á yfirborðinu: 3xfighter, wizard, cleric, thief og fighter/thief.
en samt ekkert svo klassísk þegar nánar er litið á:
einn fighterinn (Jonathan) er þokkalega bældur og kúgaður
annar (Siv) er hraustur og frekar normal
sá þriðji (Dúdú) er 11 ára goblin sem grúbban ættleiddi!
wizardinn er fimmtugur aurapúki
cleric (Rúnar) er heyrnalaus, illa lyktandi drykkfelldur dvergur, even for a dwarf, með staurfót
thiefinn er halfling sem stelur öllu léttara og er hraðlygin, en enginn er reiður við hann því han er sætari en kærleiksbjörn í faðmi smábarns.
fighter/thiefinn (Maria) er frekar saklaus tvítug stúlka og wannabe cleric of Sune (goddess of beauty and love)
þeim kemur öllum voða vel saman og fighter1 (Jonathan) og stúlkan (Maria) sögðu goblininum að þau væru mamma hans og pabbi. sem hann var þokkalega sáttur við enda ofdekraður.
Ok nóg með það, I have set the base

sko við vorum í bæ, sem var svona “miðja alheimsins” fyrir okkur - hvað sem við gerðum, hvert sem við fórum enduðum við alltaf þar-, Þegar framið var morð. lögreglumaðurinn hafði samband við Siv og bað um aðstoð við lausn málsins, hann hafði einnig beðið um aðstoð paladins sem átti svo að hitta okkur um kvöldið.
Það byrjaði eki vel: við vorum í drykkjukeppni þegar hann kom sem endaði með að allir voru annaðhvort dauðir eða ælandi. Paladininn horfði í smá stund en ákvað svo að hitta bara morguninn eftir á okkur. sem hann og gerði. Strax og María sá hann varð hún ástfangin: hávaxinn, ljóshærður, bláeygður, kurteis heillandi… VÁ! rannsókn málsins gekk vel og eðlilega í fyrstu, nema hvað María heimtaði alltaf að vera í hópnum sem palli var í og hún fékk það. goblininn varð samt alltaf smám saman fúll við hana en hún tók ekkert eftir því. Svo kom að því að það þurfti að senda sendiboða í næsta bæ (dagleið í burtu) þá vildi María endilega að hún og palli væru send… en hópurinn var ekkert alveg sáttur við það. allir lögðust gegn því :( þau fengu samt að fara og á leiðinni áttu þau rómantíska kvöldstund við varðeld ;)

þegar þau komu aftur var hún í skýjunum og tók ekkert eftir önugheitunum í Dúdú fyrr en mánuði eftir…
Þá kom í ljós að honum fannst hún vera norn! hann sá bara að hún væri að halda framhjá pabba hans… þegar útskýrt var fyrir honum að þau höfðu aldrei verið saman þá varð hann bara ennþá fúllri. en þeim tóks að sannfæra hann um að vera áfram.

Núna er þau voða sæt saman… þó þau séu ekki alltaf sammála (CG og LG…úbbs) og gefa hvort öðru gjafir og eru saman í liði ef skipta þarf grúbbunni… og bjarga hvort öðru (hann aðalega bjargar henni)
hinir strákarnir í grúbbunni eru e-ð feimnir við þessar aðstæður en DMinn (unnusti minn) glottir bara…
ég hef líka tekið þátt í öðru svona nema þá byrjuðu þau aldrei saman heldur voru með love/hate samband
hafið þið einhverntíman getað spilað svona romance? eða er spilahópurinn svipaður og sumir spilarar sem ég veit um; personal = nono!

kveðja
IceQueen