Eins og sjá má á skoðunakönnuninni sem nú er í gangi um hvernig fólk vill hafa næsta spilamót þá skiptist hópurinn nokkurn veginn í tvennt, þeir sem vilja 12 tíma bæði laugardag og sunnudag og svo þá sem vilja 24 tíma non-stop.
Hvernig líst fólki að það að hafa 12 tíma bæði á laugardag og sunnudag en að húsið verði einnig opið alla nóttina á milli daga ef það er hægt. Þannig er hægt að komast sem næst því að fullnægja kröfum sem flestra.
Þó svo að spilun um nóttina mundi ekki vera fyrirfram skipulögð eins og spilun um dagana eru eflaust margir sem mundu notafæra sér aðstöðuna og spila líka um nóttina. Ég veit að ég mundi gera það.
Einnig gæti fólk spilað eitthvað annað um nóttina eins og borðspil, warhammer, CCGs eða bara eitthvað annað sem því dettur í hug. Einnig býður þetta fyrirkomulag virkilega hardcore spilurum tækifæri á því að spila 36 tíma non-stop :)

Endilega commentið á hugmyndina.

Feldon