Nýtt fyrirkomulag móts Nú þegar fyrsta Fáfnismótið er á enda hafa vaknað ýmsar spurningar varðandi mótshald. Eftir þónokkrar vagnaveltur verða eftirtaldar breitingar á fyrirkomulagi mótsins.

Endilega lesið þetta vandlega yfir og setjið ykkar comment á þetta.

Eitt af því sem hefur mest verið talað um hér er keppnisfyrirkomulag og stigagjöf mótsins.
Það er nú svo að ef ég hætti með keppnina þá er ég að gera það í óþökk þeirra sem vilja keppa og ef ég held áfram með keppnina þá gæti það orðið til þess að sumir spilarar og stjórnendur mæti ekki á mótin. Hvað er til ráða? Svarið er hér fyrir neðan í lið (3).

1) Það verður sett til að byrja með eitt byrjendakennsluborð. Aðeins vanir stjórnendur geta skráð sig á það. Einnig væri gott að hafa einn vanann spilara til að aðstoða stjórnandann á borðinu. Þetta er verðugt verkefni og vonast ég til þess að Fáfnismenn taki vel í þessa hugmynd. Þetta verður ekki stigaborð.

Kostir: Styrkir stoð spilamennsku á landinu.
Gallar: Einu borði færra fyrir vana spilara.

2) Stjórnendur senda inn umsókn um að fá að stjórna. Verða síðan stjórnendur valdir úr. Þetta er gert til þess að fá meira samræmi í stjórnun. T.d. til að hafa fjölbreitileika í kerfum og stjórnendum.

Kostir: Meiri fjölbreitileiki.
Gallar: Þeir sem koma fyrstir og skrá sig fá ekki endilega sæti sem stjórnandi.

3) Mótinu verður skipt í tvennt. Annars vegar þeir sem vilja hafa stigagjöf og hins vega þeir sem vilja ekki hafa stigagjöf. Fjöldi borða sem hafa ekki stigagjöf ákvarðast af því hversu margir slíkir stjórnendur skila inn umsókn. Verður þetta gert til að allir verði sáttir við sinn sess í mótinu.

Kostir: Neikvæð keppnisumræða ætti að heyra sögunni til.
Gallar: Mótið skiptist í tvennt. Þeir sem vilja stig en neyðast til að sitja á stiglausu borði, fá engin stig og þeir sem vilja ekki stig en neyðast til að sitja á stiga borði, fá stig og verða að taka þátt í stigagjöf

4) Vinir vilja oft sitja saman og reynslan hefur kennt mér að þeir gefa hvor öðrum undantekningarlaust hærri stig. Vegna þessa munu sömu mennirnir ekki sitja saman næsta dag nema þá þér séu á stigalausu borði.

Kostir: Meira samræmi í stigagjöf.
Gallar: Þegar stig eru annars vegar fá menn ekki alfarið að ráða hvar þeir sitja.

5) Það fá allir 50 Fáfnisstig fyrir að mæta einn dag á spilamót. Hvort sem þeir taka þátt í keppninni eða ekki.
Kveðja,