Komiði sælir/sælar og þakka ykkur fyrir skemmtilegt mót.

Það er eitt sem er mikið rætt um og þykir mér margur taka málefninu á of alvarlegum nótum. Hér fyrir neðan ætla ég að útskíra pælinguna bakvið keppnirnar og vona ég að það verði til þess að andstæðingar hennar sjái ljósið.

Hvort sem keppni á sér stað eða ekki þá mun ég taka niður einkunnargjöf hjá mótsgestum. Þeir sem mæta á mörg mót fá síðan uppsöfnuð stig sem gefa af sér hlunnindi. Ég er nú ekki búinn að gera mér grein fyrir í hvaða formi það verður enn sem komið er.

Þar sem ég mun hvort eð er taka niður stigagjöf á fólki þá finnst mér tilvalið að þeir sem fá efstu stigin fá einnig viðurkenningu.

Á þessu stigi virðist sem þónokkrir misskilji aðstæður.

Sumir halda að mótið snúist um keppni.
-Það er ekki rétt. Mótið snýst um að spila roleplaying. Þetta hefði kanski frekar átt að kallast viðurkenning. Þessi viðurkenning er bónus, svona lokahnikkur á mótunum.

Sumir segja að keppnisfyrirkomulag eyðileggji mótin.
-Þessi skoðun er byggð á misskilningi. Þ.e.a.s að viðkomandi heldur að keppnin sé aðalatriðið. Hann er að taka keppnina of alvarlega.

Sumir segja að þetta sé vinsældarkeppni.
-Þá er þetta svona eins og í stjórnmálum? Ég vona að roleplay fari ekki að snúast um stjórnmál. Ég vil allavega taka það fram að ef ég verð vitni af því að stjórnandi sé að dreifa karamellum til spilara svo hann verði vinsælli, þá fær hann skammir :)

Sumir eru hræddir um að mótið fari að snúast um keppnina á kostnað roleplays.
-Er ekki aðeins of fljótt að dæma um það? Þar að auki þá þarf að roleplaya vel til að vinna. Svo það mætti alveg eins segja svo að keppnin boosti upp roleplay.

Helstu kostir sem ég sé við stigagjöf og viðurkenningu.
1) Menn safna stigum (svona líkt og á Huga). Þessi stig segja til um það hversu aktív manneskjan er í Fáfni. Sumir hafa gaman af því að safna stigum.
2) Þeir sem vilja vinna leggja sig betur fram í spilamennskunni.
3) Eftir spilamótin geta spilara og þá aðallega stjórnendur fengið að vita hvar þeir stóðu sig vel í og hvar illa. Þetta feedback hjálpar fólki að fínpússa sig í átt fullkomnunar. :)
4) Þeir sem hafa staðið sig vel fá viðurkenningu. Þessi viðurkenning er hrós og það er ekkert að því að hrósa.
5) Mér finnst gaman að veita viðurkenningu.
6) Stigagjöf dregur fólk að spilamótunum. Ef það hrindir þér frá þá ertu að taka stigagjöfina og alvarlega.

Helstu ókostir.
1) Sumir taka stigagjöfinni of alvarlega og dæma hana fyrir það. Jafnvel áður en vitað var hvernig hún fór fram.
2) Sumir taka stigagjöfina of alvarlega og gleyma að skemmta sér á mótinu. Er það ekki hans mál þá? Svo framalega sem þú kemur sjálfur til að skemmta þér.
3) Ég get ekki spilað sjálfur á mótinu meðan ég sé um skipulagningu stigagjafar.

Hver er niðurstaðan á þessu öllu?

Komdu á mótin til að skemmta þér og öðrum. Ekki taka lífinu of alvarlega því ef það gerist þá hættiru að spunaspilast.
Kveðja,