Spilamótið er eftir nokkra daga.

Ég hérna er orðin soldið spenntur og er byrjaður að undirbúa mig fyrir það (þar sem ég er stjórnandi þar, þá verður maður að gera það, er það ekki?).

Hverjir hérna ætla að mæta?

Ég er svolítið forvitin um að vita hvernig stjórnendurnir ætla að hafa þetta. Er fólk að spá mikið í keppninni.

Fyrir mitt leyti mætt keppnin alveg missa sín. Hvað er verið að meta? Hve góður stjórnandi er maður, hve góður spilari? Mér finnst þetta ekki nógu sniðugt en ég er ekki hatrammur baráttumaður á móti þessu.

Þeir sem ætla að stjórna, hvað ætliði að gera, hvernig karktera hafiði.

Þið sem eruð að spila, afhverju eruð þið að gera það? TIl að kynnast nýju kerfi, til þess að fá frí frá stjórnandanum? Hvað??

Ég fyrir mitt leyti þá hef ég þetta frekar hefðbundið. Mun stýra Birthright, en fyrir þá sem þekkja heimin þá verða karakterarnir staddir í Gorgons Crown og ferðast svo yfir í Giantdowns. Þetta veðrur til þess að leifa mér að tilraunast með vissan part af þessum heimi og sjá hvernig hann virkar.

Seinna sessionið mun ég taka palladium (nútiminn). Fyrir þá sem ekki vita þá er Palladium fyrirtæki sem gefur út Rifts, Tmnt, Heroes unlimited, Beyond the supernatural, palladium fantasy. Kerfið þeirra er mjög einfalt og bíður upp á mikla skemmtun. Það er meingallað í raunveruleikahlutanum en það hefur mér ekki vera galli hingað til. Ég mun reyna að taka svona klassískt “one session wonder” þar sem áherslan verður á bíómynda skotbardaga, sprengingar og þess konar læti. Þetta kerfi er ég búin að stjórna í góðan tíma, aðalega í gegnum Rifts og Tmnt og ég er búin að komast að því að heimarnir sem Palladium gefur út eru oftast meingallaðir, það er erfitt að búa til campaign út úr þeim. Þannig að ég hef gefist upp á því að reyna en þegar ég er orðin leiður á endalausri pólítík, plottum ofan á plottum, lifandi heimi o.fl. þá tek ég palladium upp og hendi playerunum í gegnum eitthvað hratt, blóðugt, ævintýri sem þarf frekar litla hugsun í. Eftir smá stund af þeirr gleði, sem getur aldrei verið meira en skamlíf (mesta lagi 4-6 session), þá fer maður aftur í campaign.

Já nú er ég búin að röfla helling, án þess að koma með spoilers.

Siva