Fyrir þá sem eru fyrir Norðan á Akureyri (og þá helst fyrir þá sem eru í MA, but we are known to take in strays ;o) )

HÁMA eða Hugleikja Áhugamanna félag í MA er búið að starfa í MA í ómunatíð, en hefur verið misvirkt ;o) Markmið þess er aðalega að kynna spunaspil fyrir MA-ingum og hjálpa gömlum sem nýjum spilurum að komast inn í það lokaða samfélag sem spunaspilsheimurinn er (almennt séð).

Nú er félagið að fara aftur af stað og verður kynningarfundur líklega haldinn á miðvikudaginn næsta og er hann aðalega fyrir MA-inga, en núna kemur parturinn þar sem restin af Akureyri má taka eftir ;o)

Ef einhverjir hafa áhuga á að vera með í HÁMA en eru ekki í MA (t.d. eru í VMA, en mér skilst að félagið hafi verið bannað þar) þá er hægt að hafa samband við stjórn HÁMA (þar sem ég er formaður, tíhí) og gefa upp nafn og síma og hvaða kerfi spilað er og hvort þú ert spilari, stjórnandi eða Wannabestjórnandi og…og… og… ég held það sé ekki fleira.. jú aldur! það er 16 ára aldurstakamark, þið hljótið að skilja að það er ekki hægt að hleypa 10 ára krökkum inní framhaldsskólafélag, en ég lofa að reyna samt að hjálpa þessum 10 ára krakka að finna sér spila félaga ;o) (Reyna með stóru R-i)

allavega við lofum að fórna ekki mörgum geitum þetta árið, eða því lofaði “ljós lífsins” (varaformaður) félagsins ;o)

endilega hafið samband

Rósa Dögg
98rdj@ma.is

já og heimasíða félagsins:
http://www.ma.is/nem/hama
…sem verður uppfærð einhverntíman í bráð