Deckers of the 21st Century Núna ætla ég að ræða ákveðna fóbíu sem ég hef orðið var við sem stjórnandi. Neikvæðni fólks gagnvart Deckerum. Þessi grein er aðallega beint að Shadowrun en getur jafnframt átt við Cyberpunk og þau Sci-Fi kerfi sem notast við Hacker týpur

Þau ár sem ég hef stjórnað og allir þeir karakterar sem ég hef haft undir belti(sem stjórnandi) þá finnst mér ótrúlegt hversu fólk er neikvætt í garð Deckera. Ekki einn einasti spilari hjá mér hefur ákveðið að vera Decker. Svo sem skiljanlegt í Second Edition þar sem kerfið var vægast sagt þunglamalegt. Man eftir því að þegar ég var spilari þá var pizzupása meðan Deckerinn og stjórnandinn fóru í gegnum matrixið. Process sem gat tekið allt að 1-2 tíma eftir aðstæðum, hinum spilurunum til mikilla ama.

Með tilkomu Virtual Realities 2.0(Shadowrun Sourcebook) og Shadowrun 3rd edition þá var Matrix kerfið einfaldað og gert hraðvirkara. Þrátt fyrir hinar ýmsu bætur þá jókst áhugi spilaranna ekkert. Einhvern veginn eru margir spilarar hræddir við hið óraunverulega og óspennandi umhverfi í Matrixinu. Einnig má þetta rekja til þess að margir verða oftast fúlir þegar það kemur að matrixinu og að þeir þurfa að bíða(þeas non-deckers) eftir sínu törni. Þar sem margir vilja ekki verða miðjan í andúð hópsins þá er skiljanlegt að sumir forðast Deckera.

Hægt er að gera ýmislegt til að lagfæra þetta. Svo lengi sem fólk er tilbúið að fá sér Datajack, sem er án efa eitt það besta og fjölbreyttasta cyberware sem hægt er að fá fyrir lítið essence cost. Hægt er að hakka tölvur eða vera rigger sem stýrir vélum og farartækjum. Svo eftir hversdagsamstrið þá er hægt að skella einum BTL(Better-Than-Life) chip í höfuðið. Þetta er að vísu ekki sjálfsagður kostur fyrir galdrakarla og konur þar sem þetta dregur frá magic ratingingu, auk þess veldur þetta galdra notendum höfuðverk að fara inn í Matrix (sjá trílógíuna “Secrets of Power”)

Þótt að spilarinn er ekki Decker þá getur hann notað Datajack til að tengjast við cyberdeckið hjá Deckernum og séð það sem hann sér og talað við hann. Þar af leiðandi er hægt að hafa Matrix ferðina sem hálfgerða hópferð þar sem hópurinn vinnur saman að því að ná i skjölin, aftengja myndavélarnar etc etc. Galdra notendur verða því miður útundan nema að þeir hafi ákveðið að fá sér Datajack líka þrátt fyrir mínusana.
Svo væri auðvitað snilldarráð að gera combat týpurnar að semi-Deckers, þeas að þeir hefðu Computer skill og Cyberdeck til að geta hackað sjálfir. Það myndi gera þetta talsvert skemmtilegra. Þeir yrðu auðvitað aldrei jafn góðir og aðaldeckerinn sjálfur sem hefur fórnað mest öllum startu peningunum sínum í “Custom-made” cyberdeck.

Gaman væri að fá að heyra tillögur frá ykkur um að laga þessa Decker fóbíu, einnig má geta að álík fóbía er gagnvart Riggerum.


Notes:
———————————————-
Virtual Realities 2.0
[Framhald af Virtual Realities og kynnti nýjar reglur sem gerðu Decking auðveldara. Var seinna gert að offical reglum í Shadowrun 3rd edition]

Decker
[Character class sem sérhæfir sig í að brjótast inn í tölvukerfi. Sama og Hacker í öðrum kerfum]

Matrix
[Cyberspace. Heimurinn innan í tölvunni og netinu]

BTL(Better-Than-Life)
[Kubbar sem hægt er að plögga í Datajack til að upplifa ákveðnar fantasíur, mjög vinsælt er að nota svokallaðar sex-chips en aðrar tegundir eru líka til sem geta aukið sjálfsöryggi eða árásarhneigð fólks. Ýmsar stofnanir hafa þróað svona kubba til að búa til morðingja sem ekki er hægt að rekja til þeirra. BTL kubbar eru að mörgu leyti hættulegir þar sem þeir eru margir mjög low quality og geta einfaldlega steikt heilann á fólki. Þeir eru einnig margir einnota og þá aðallega kynlífs kubbarnir. Hægt er að redda sér kubbum til endalausrar notkunar en þeir eru mjög dýrir og sjaldgæfir.]

Datajack
[Lítil innstunga sem oftast er grætt einhvers staðar á ennissvæðinu. Notast við Decking eða Rigging og margra annarra nytsamlegra hluta.]

Rigger
[Character class sem sérhæfir sig í því að tengjast og stjórna ýmsum vélum og farartækjum. Margir Riggerar vinna við öryggisstörf þar sem þeir geta tengst ýmsum robotum og sentry guns til að fylgjast með svæðinu]

Cyberdeck
[Tölvan sem Deckers nota. Þeir tengja sig með Datajackinu við hana og tengja svo tölvuna við símatengi eða eitthvað I/O(input/output) port]
[------------------------------------]