Hefur þú, kæri spunaspilari, einhverntíman lent í því að spilahópurinn hefur tvístrast út um allar jarðir, og ekkert verið spilað svo mánuðum skiptir.
Hefur þú óskað þess að þú gætir spilað með vinunum á netinu (Þá á ég við almennilegt spunaspil en ekki tölvuleik eins og NWN eða WoW) þar sem þú kastar sjálfur öllum teningum og DMinn stjórnar öllu með harðri hendi.
Hefur þú verið komin fram á vonarvöl, bölvandi órétlæti lífsins.
Lát ekki hugfallast því ég hef séð ljósið og er kominn til að dreyfa þvi til ykkar allra…

MapTools: http://rptools.net/doku.php


MapTools er að grunni til client/server forrit fyrir spunaspilara sem vilja spila en hafa ekki möguleika á að koma saman á einn stað, en einnig er hægt að nota það til að halda utan um venjuleg sessions líka.
„En hvað getur það gert“ spyrð þú kæri spilari.
Ég held að ég leyfi hönnuðunum að svara því :
“MapTool is an elegant graphical tool to share maps (images) and map data (drawings, markers, grid placement) in a client/server fashion between multiple players.

MapTool virtualizes the battle map, miniatures, and wet-erase markers. In combination with Voice over IP software this allows GMs and Players to get together virtually and interact much like they would at a session around the table.

The virtual tabletop in MapTool can do things that the classic battle map couldn’t easily do. Prepared maps from other software can just be dropped into the background and tokens moved over the top. You can also save the entire campaign at any point to resume later.”

Nokkur features:
Hægt að teikna inn á kortin.
Fog of war (stjórnað af DM).
Hægt að vera með mörg kort í gangi í einu.
Monsters geta verið falin (DM stjórnar því).
Hægt að vista campaign.
Og margt fleira.

Og það besta við þetta allt er að þett er ókeypis. Já þú heyrðir það rétt þetta er ókeypis.
“The source code is licensed under the MIT license”

Ekki bugast kæri spunaspilari, það er ljós í myrkrinu.


Ps. Þetta eru svipuð tól en þau eru ekki ókeypis. Kosta kanski ekki mikið en kosta samt.
http://www.battlegroundsgames.com/index.html
http://www.nbos.com/products/screenmonkey/screenmonkey.htm