Um daginn lenti ég í miklum rökræðum við spilafélaga mina um hver væri munurinn á evil/neutral character-um D&D.
Umræðurnar voru reyndar meira um hvað telst almennt vera evil act og hvað er bara act neutral persónu.
Það var greinilegt að þetta var erfitt mál að komast að einhverri niðurstöðu í – þar sem við vorum öll á sitthvoru meiðinu með um þetta , enda tel ég svosem að þetta sé heimspekimálefni frekar en að hægt sé að útskýra sem svart og hvítt.

En þetta eru áhugaverðar pælingar svo mig langaði svona að heyra hvaða skoðanir þið hafið á þessu máli ? Hvernig mynduð þið lýsa evil character eða evil act og hvernig mynduð þið þá lýsa neutral character eða gjörðum hans.

Ein skoðunin sem fólk skiptist í 2 hópa um var sú að við gefum okkur fyrst að það að vera sjálfselkur væri ekki endilega að vera vondur (allir voru sammála því) – því sjálfselska almennt leiðir ekki eindilega til að þú vaðir yfir aðra.
En að “pure sjálfselska” væri evil. Semsagt það að setja sjálfan sig í fyrsta sæti – sama hvað á bjátar og vera svona nokk sama um tilfinningar og líf annarra – sé hugsun evil characters – þó að hann sé ekki morðingi eða barnaníðingur eða eitthvað sem við skilgreinum skilyrðislaust sem evil.
Dæmi um svona gjörðir gætu verið að stela sleikjó frá litlu barni –af því að þér langar í sleikjó – eða að vera eina barn mömmu þinnar sem neytar að hjálpa henni í ellinni – vegna þess að þú segist ekki hafa tíma né peninga til þess (meðan þú getur auðvitað gefið þér tíma í það en þú vilt bara frekar eyða tímanum í að skemmta þér).
Eða eitthvað í þá áttina. Náið þið punktinum ?
Ég hallast sjálf á þessa skoðun – en þætti gaman að heyra hvað ykkur finnst og hvað ykkur finnst þá vera neutral ef þetta er evil (mér finnst persónulega erfiðast að úthugsa hvernig neutral character hagar sér – gráu svæðin eru alltaf svo flókin)
Og auðvitað ef þið eruð ósammála að koma með ykkar skilgreiningu á evil og neutral og kanski dæmi um hvað ykkur finnst evil act.