Þessir Paldins, verður að elska þá. Er búin að spila af og til í 15 ár. Farið í gegnum öll 3 d&d kerfin og talað um roleplay í einhver þúsund klst. Ég held að paladininn eigi um það bil 50% af þeim tíma. Skiptist á að elska þá og hata. Stærsti gallinn við þá, sem og mesti kosturinn er að hann kemur ekki tilbúinn. Þegar ég bý til character þá er þetta smá spurning um hvaða class og race á að vera og svo kemur restin í raun af af sjálfu sér, með paladin er þetta aðeins flóknara. Hver paladin er einstakur og þarf að eiða talsverðum tíma í að hanna skapgerðina og annað. Stærsta málið er að undirbúa sig undir allar hugsanlegar aðstæður. Fighter tekur bara á vandamálum þegar þau koma upp, nánast án afleiðinga. Það sem gerir paladin sérstakan eru þessi paladin powers og þau geta fokið mjög auðveldlega ef spilarar gera eitthvað heimskulegt. Kosturinn við þetta er að þeir sem á annað borð spila Paladins, og gera að almennilega, eru oftast nær með fullkomna charactera sem þeir þekkja út og inn. Einn af spilurunum mínum tók sé um það bil hálft ár í að búa til sinn paladin og var ekki orðin alveg sáttur við hann en vildi samt prófa að spila hann. Endaði með heila stílabók með sögu og notes um characterinn. Alveg stórglæstur í fullplate með claymore og skemmti sér alveg konunglega.

Umræðan sem er búin að vera í gangi hérna á Huga hefur mikið snúist um classann paladin kosti og galla, hverjir eru paladins og hvernig þeir eiga að haga sér. Svo að sjálfsögðu verið að leita að Paladins í raunveruleikanum og reyna að yfirfæra þá í D&d. Það er; númer eitt ekki hægt. Besta samlíkinging eru krossfararnir, sem er í sjálfu sér ekki svo slæm. Menn með skotheldar kristilegar skoðanir að reyna að bjarga öllum frá hugsunum sem ekki samræmast þeirra eigin, eða eyða þeim ef það hentar betur. Trúin á það sem þeir skilgreina sem “rétt” veitir þeim vald til að refsa og myrða, allt sem stednur í vegi þeirra.
En þarna er einmitt vandamálið, í okkar heimi ganga guðirnir ekki á meðal manna og hafa bein áhrif á heiminn og trúarbrögð mannkyns eru í raun bara skoðanir. Þannig að þetta er spurning um hvor hefur rétt fyrir sér, hver er heiðinging og hver er trúboðinn. Á Abeir Toril ganga þeir raunverulega um og væru vísir með að banka upp á hjá þeim sem þeir telja verðuga. Í þannig heimi er lítið mál að vera paladin, það hafa jú allir rétt fyrir sér, allir guðir eru til bara spurning um hversu æskilegir þeir og þeirra fylgjendur eru. Það er stöðugt stríð milli góðs og ills, sem sagt alveg tilvalinn staður fyri útvalda hermenn hins góða, ja og illa ef því er að skipta.

Það er nauðsynlegt fyrir paladin að að hafa eitthvað til að berjast á móti. Það er ekki nauðsynlegt að það séu “óvinir trúarinnar”, andstæðar skoðanir geta alveg virkað. Þessi ofurréttlætis pælingar geta alveg virkar eins og trúarbrögð. Berjast á móti þrælahaldi ofsköttun og kúgun á almúganum og þess háttar. Það mikilvægasta er að hann standi fyrir það sem hann trúir. Eitt allra besta dæmið sem ég man eftir er úr Anime seríunni Slayers. Ein persónanna var með The Hammer of Justice og hélt alveg gríðarlega langar ræður um gildi þess að berjist fyrir réttlæti gegn ranglæti. Fór ekkert nánar út í það hvað það þýðir eða hvað ranglæti er. En það dugði henni í hvert skipti sem hún lenti í bardaga var það alltaf fyrir “réttlætið” og fyrir vikið gat hún barist endalaust og kastað ómældu magni af göldrum. Þetta kallast jú að sækja styrk í trúnna, en það var aldrei tekið fram að hvort hún trúði á guð eða ekki. Skipti í raun ekki máli réttlætið var hennar trú. Sama gildir í raun um Paldins í D&d. Það skiptir kanski ekki öllu hvaðan þeir fá hæfileikana, málið er að þeir fá þá ef þeir haga sér í samræmi við það sem þeir trúa og trúa því nógu mikið.

Varðandi allar athugasemdir um að paldins séu hrokafullir og með prik upp eftir bakinu að innanverðu, þá er það rétt. Þeir væru ekki paldins ef þeir væru hógværir og lítillátir. Í þeirra augum er það meiri synd að halda sig til hlés og leiða slæma hluti hjá sér en að rjúka af stað með sverð í hendi og komast að því seinna að þetta var allt byggt á miskilniingi. Sem stjórandi tel ég það vera skyldu mína að taka powerin af paladin sem ekki hagar sér sem slíkur, hrokinn er í raun það sem gefur þeim þessi powers og því nauðsynlegur fyrir characterinn. Sem dæmi þá man ég eftir atviki á spilamóti þar sem paladin varð vitni að því að einhverjum NPC var fleygt fram af kletti. Meðan hann er í fallinu kallar paladininn, “það er enn tími til að frelsast”!!!!. Þetta var paladin of TORM og leit á það sem skyldu sína að bjarga sálum villutrúarmanna og snúa þeim til “réttu” trúarinnar. Hvað annað átti hann að gera reyna að grípa hann. Hefur ekkert með það að bjarga lífi mannsins, það er jú sálin sem skiptir öllu. Í þessu tilviki það er að segja. Ef það hefði verið málið hefði hann átt að reyna að grípa manninn og jafnvel fórna lífinu til þess að taka af honum fallið.

Það er ekki fyrir hvern sem er að spila paldin, og reyndar enn erfiðara að spila með paladin, og ef mönnum finnst það eitthvað óaðlaðandi eða leiðinlegt þá mæli ég bara með því að menn sleppi því. En þeir sem reyna, ég get lofað því að þegar menn/konur ná tökum á characternum og hafa skapað góða sögu að þá eru fáir classar flottari, og eðli classans er þannig að þú verður að vera með characterinn á hreinu. Ef þú ert ekki til í það þá bara nota fighterinn eða eitthvað annað sem hentar þér og þínum spilastíl betur.

Það er ekkert númer 2, kemur kannski seinna
" They call me Man,