Allir sem spila spunaspil að staðaldri hljóta að kannast við það þegar allir í hópnum eru í ómögulegu eða skrítnu skapi og sessionið fer einhvernvegin út um þúfur.
Það er svo sem ekkert hættulegt eða leiðinlegt ef málið er það að ALLIR eru kjaftaglaðir og kátir, þá breytist kvöldið bara í kjaftaklúbb og spileríinu er haldið áfram síðar, þegar kjaftaþörfin er ekki svona mikil.

En það eru önnur atriði sem eyðileggja session sem eru margfalt verri og erfiðara að höndla.
T.d. þegar helmingur spilaranna er í mega stuði en restin hinsvegar sefur á milli þess sem þeir þurfa að kasta teningum eða liggur í að lesa um featið sem þeir eru að hugsa um að fá sér á næsta leveli eða ennþá verra að lesa comics. (þrátt fyrir að það sé búið að banna þeim þetta 1000 sinnum)
Svona áhugaleysi á því sem er í gangi skemmir svakalega fyrir þeim sem eru að fíla sig og lifa sig inn í leikinn.

Ennþá verri staða getur komið upp og hún er sú að einn spilari sé í brjáluðu skapi (kærastan er vond við hann, hann er á túr, eða er bara fúll því að hann fékk ekki sínu framgengt í spilinu - skiptir ekki öllu hver ástæðan er) og fýlumökkurinn (og leiðindarkommentin og árásirnar og allt það sem fylgir því að umgangast mann í brjáluðu skapi í heilt kvöld) sem liggur af þessum spilara mengar út frá sér og öllum sem annars mættu í þvílíku stuði er farið að líða virkilega illa.
Þeir reina samt sitt besta - til að bjarga því sem bjarga verður og auðvitað vegna þess að þeim LANGAR til að vera að skemmta sér og eru auðvitað að vona að þetta fari nú að skána.
En þegar á heildina er litið þá er kvöldið disaster og maður hefði getað hugsað sér flest betra að gera.

En hvað er til ráða - þegar svona kemur upp á ?
Á DM-inn að vera ready þegar svona kemur upp og hreinlega slútta spilinu á þeim forsendum að ákveðnir spilarar séu ekki að standa sig og að hann nenni ekki að halda áfram á meðan svo er.

Eða á sá spilari sem er með stærsta beinið í nefinu hreinlega að standa upp, nota hvítu lygina - taka skuldina á sig og segja : “Mér líður ekki vel (er þreyttur, er ekki í stuði, er að fá flensu)- getum við ekki slitið þessu snemma í kvöld og haldið áfram seinna ?”

Þegar upp er staðið þá er málið auðvitað það að allir vilja vera vinir og við vitum öll að það getur legið misjafnlega vel á fólki en djöfulli er samt leiðinlegt þegar RPG er eitt af því skemmtilegasta sem maður gerið og manni hlakkar geðveikt til næsta sessions og þá einhverja furðulegra hluta vegna fer allt til helv..