Saga um súperhetjur (ekki súper karaktera) Hæ ég aftur… með sögu sem er að þessu sinni ekki úr AD&D ;o)

Núna ætla ég að segja ykkur frá ævintýri sem ég tók þátt í í einhveju SuperHero setting sem DMinn og einn playerinn settu saman eftir minni. Heimurinn er samanbland af Marvel (fantastic four, spiderman, x-men) og DC (Superman, Batman), það eru allar súperhetjurnar í heiminum (líka Teenage Ninja Turtles, hehe). Málið með þetta kerfi er að spilarinn verður sjálfur að finna plot, DMinn er með smá subplot hjá NPCunum og eitt stórt plott sem hann setur alla inn í byrjun en svo þurfa playerarnir að sjáum að skapa plottin and keep busy. Svo byrja ekki allir vinir, marr býr til persónu, sumir góðir og sumir vondir, og svo er byrjað, og ef þarf er tekinn einn í einu.

Við vorum 5, 4 playerar og 1 DM sem byrjuðum.
Eldingagaur (rich guy with nothing better to do, powerin hans eru aðalega að hann getur notað eldingar svipað og Flame (í fantastic four) eld, og getur flogið),
Nightprowler (man of the people of Harlem, powerin hans: superspeed og averness, svo kann hann martial art),
Viper (superVillain og Mayor of NY, gadget freak, sem ætlar að leggja Harlem undir verslanamiðstaðir)
Sharptooth (rich schoolgirl (17 ára), teenager trying to do good but is always misunderstood, phobiu gagnvart löggunni og með sinn eigi arcilesarhæl (ef einhver lemur hana á ákveðinn stað á líkama hennar verður hún hálf máttlaus í langan tíma), powerin hennar eru: flying, poisonous bite (notar sjaldan), super dex (og þar með geðveikt erfit að hitta hana), moliculcontrol (labba í gegnum veggi), já og svo var hún með irrational atraction Pink Teddys… hún bara varð að kaupa sér bleika bangsa –strákarnir voru að verða BRJÁLAÐIR LOL ).

Sharptooth var í svona svipaðri stöðu og spiderman, allir héldu að hún væri the Badguy, og það var komið smá bounty á hana.

Hún er að fljúga um borgina eitt kvöldið, að þessu sinni í Harlem, í leit að einhverjum til að hjálpa og þá spottar eldingagaur hana, hann sér tækifæri á að komast í fréttirnar fyri að hafa handsamað Sharptooth svo hann ræðst á hana, hún dodgar hann bara á fullu. Mean while er Nightprowler á sinni normal rout til að tékka hvort allt sé í lagi í Harlem (as if ;o)) og hann verður var við bardaga í vöruskemmu. hann reynir að stoppa bardagann og fá ólátabelgina (eldingagaurinn og sharptooth) til að gefa sig framm við lögguna til að borga skemmdir sem höfðu orðið á þakinu. þau voru ekki aldeilis tilbúin til þess og þá þurfti Nightprowler að reyna að handsama þau með force sem var ómögulegt. Viper fékk fréttir af þessarri orustunnu og ákvað að senda gaura að ná Nightprowler því hann stóð í vegi fyrir áætlunum hans. þegar sharptooth var komin með leið á að dodga gaurana 2 og flaug af stað, og eldingagaurinn á eftir, komu 8 gaurar með vélbyssur sem byrjuðu að drita á Nightprowler. Sharptooth og eldingagaurinn ákváðu að hjálpa og til að gera langa sögu stutta stórslösuðust gaurarnir 8 en hetjurnar sluppu ómeiddar og eldingagaurinn og sharptooth flugu í burtu og skildu Nightprowler eftir geðveikt pirraðann.
Nokkrum dögum seinna kemur Forsetin í heimsókn til NY og borgarstjórinn (a.k.a. Viper) tekur á móti honum við hátíðlega athöfn. Það sem almenningur veit ekki er að forsetinn samdi við bæjarstjóran að láta assasina hann (það á reyndar að mistakast) til að boosta upp vinsældir forsetan.
Nightprowler fannst hann verða að vera á staðnum til að sjá til ða ekkert gerðist og Sharptooth var stödd þarna með vinkonum sínum (ekki í súperhetjubúning heldur skólabúning), eldingagaurinn kemur ekkert meira við sögu . Þegar borgarstjórinn er búinn að halda welcome ræðu og bíður forsetanum að koma uppá sviðið seilist hann um leið í vasann, þá heldur Nightprowler að bæjarstjórinn sé með byssu og stekkur á pallinn og ætlar að stökva með hann í burtu, í því skítur sniper í átt að forsetanum og bæjarstjórinn (sem ætlaði að stökkva fyrir kúluna) er gripinn af nightprowler. Allt fer í Chaos en áður en sniperinn tekur 3 skotið er Sharptooth komin upp þar sem hann var, grípur hann og í hugsunarleysi flýgur út um gluggan með hann. Þetta var hugsunarleysi því hún var í skólabúningnum: hvít skirta og stutt pils! (sem betur fer var enginn nægilegt kvikindi að láta hana vera í engum naríum) svo núna vissu allir hver hún var (og hvernig nærbuxur hún notar). Hún droppar snipernum á pallinn hjá lífvörðum forsetans og flýgur svo í hasti í burtu. Hún fer beint til mömmu og pabba og segir þeim að allir viti hver hún er og þau ættu kannski að skreppa í burtu í smá tíma (mamma hennar vissi af powerunum hennar en ekki pabbinn –sem fékk svoldið sjokk) hún er skömmuð og send upp í herbergi en hún dvelur ekki lengi þar því hún ákveður að skreppa á heimavistina (hún er með það gott flying að hún er engastund að fljúga þvert yfir NY og gott það) til að ná í uppáhalds bleika bangsann sinn. Mean while þá setur Viper (og reyndar allir í borginni) af stað leit að hver þessi stúlka var og svo eru fréttamenn (og hitmen frá Viper) sendir á staðinn (b.t.w. þá hringdi PlayBoy og bauð mömmu hennar og pabba milljón fyrir að fá hana sem opnustúlku því hún er þokkalega flott). Nightprowler ákveður hinsvegar að fara í skólann hennar og athuga með hana þar.
Nightprowler leitar í allri heimavistinni og finnur hana loksins vera að pakka niður uppáhalds böngsunum sínum, hann bíður henni a place to stay sem hún þiggur með þökkum og þau ákveða að hittast eftir klst hjá vöruhúsinu sem hafði verið lagt í rúst nokkrum dögum áður. Þau hittast og hún er þá búin að lita hárið og meika sig öðruvísi (og stal kjól sem henni hafði alltaf langað í frá Söru herbergisfélaga hennar). Þar fær hún líka að komast að því hver hann er og hann fer með hana heim til hans þar sem hann kynnir hana fyrir mömmu sinni og systur sem “vinkonu” sína (hann er eitthvað yfir 20 en sér um mömmu sína og systir hans gistir hjá honum). Mamma heldur strax að hún sé kærasta hans og tekur fram the Family album með lots of baby pictures of U know whom ;o)
Meanwhile þá rænir Viper foreldrum hennar og kveikir í húsinu! Viper var nefnilega ekki sérstaklega ánægður með að hún skildi hafa eiðilagt plön hans…

Hmmm… ekki meira í bili… það er miklu miklu meira að segja frá en ég held ég láti hér staðar numið því mamma er óþolinmóð með matinn ;o)

IceQueen