Ég hef spilað fjöldann allann af roleplaying-kerfum og öll hafa þau mismunandi reglur. Sum þeirra eru einföld tæknilega séð og meira lagt upp úr söguþræði og “smooth” spilun á meðan önnur gera mikið út á það að vera sem “raunverulegust” með því að hafa reglur fyrir næstum allt sem hægt er að gera. Mitt álit á þessu er að “einföldu kerfin” (s.s. Call of Cthulu sem byggir á einföldu prósentukerfi) séu betri í spilun svona yfirleitt og að meiri tími sé notaður í að byggja upp character PC-ins ef ekki þarf að hugsa um að hann sé alltaf tæknilega fullkominn???? Ég skil þetta varla sjálfur en þið skiljið örugglega hvað ég er að meina… :-]
Hvað er ykkar álit á þessu?
“Only the good die young, and I seem to be getting pretty old”