Af því sem ég best veit þá á þetta að vera mikið ádeilumál en ég hef aldrei rætt þetta sérstaklega við annað fólk. Þetta er bara hugsun sem hefur verið að hvíla í kollinum.
Mín skoðun á RPG er að skemmtunargildið er allt og til þess að hafa gaman þarf fólk að lifa sig inn í kallinn sinn. Mér finnst að til þess að gera söguna og þannig skemmtunargildið meira þá meigi GM-inn hagræða þeim köstum sem hann gerir bakvið spjaldið hjá sér upp að skinsamlegum mörkum. Það eyðileggur t.d. mjög mikið móralinn þegar vondi kallinn kemur og í fyrstu árásinni nær hann critical hitt og drepur einn spilara. Útaf því að spilararnir sjá ekki kastið mundi ég segja að hann að hagræðatöluni fyrir söguna. Segjum að erkióvinurinn er að flýja blæðandi og er að tapa. Ein persónu gerir árás á persónuna og hittir, hann reynir að fara undan höggi en tekst það ekki. Ef þig langar að gera smá quest út úr þessu og láta þá veiða hann eins og þá skepnu sem þessi persóna er þá ættuð þið að hagræða kastinu til þess að láta hann sleppta.
Ég var einu sinni að spila Aberrant, framtíðar ofurhetju rpg, og ég og erkióvinurinn vorum að berjast og það var mikill bardagi og við tókum niður eitt hús, hann náði að sleppa og ég fékk hatur á þessum kalli og virkilega lifði mig inn í hlutverkið. Hann slapp og ég lagði mig allan fram að koma þessari persónu til grafar. Ef hægt er að gera spilið skemmtilegra með hagræðunu á kasti GMs sem spilarar sjá ekki þá ætti hann að taka því, hvort sem það er böl eða greiði fyrir spilara, bara til þess eins og gera þetta allt skemmtilegra.

Hvað finnst ykkur, svindl eða…?