Mér finnst að fólk prófi ekki nóg nýja hluti. Flestir sem prófa rpg í fyrsta skiptið prófuðu D&D eða AD&D. Flestir fara ekki úr því, hvernig væri að prófa eitthvað nýtt. Ég sjálfur er White-Wolf maður. GM-inn minn á yfir 40 spil, dálítið pirrandi ef maður er að skipta mikið en frábær tilbreyting. Farið í Nexus og prófið eitthvað nýtt. Kanski eitthvað annað en fantay. Uppáhalds Super-Hero spilið mitt er Abberant sem gerist í fortíðinni á Trinity (Æon Trinity). Ef ykkur langar að spila eitthvað með dálittlum gothic keim prófið þá Vampire. Ef ykkur langar að láta ímyndunaraflið ráða algjörlega ferðinni spilið Mage eða Changeling o.s.frv. Ég er ekkert að kvarta yfir D&D. D&D er mjög gott spil og er þrisvar sinnum betra heldur en AD&D, mér fannst það aldrei enitt sérstakt. En maður verður að prófa allar bragðtegundirnar. Það er ekki hægt að segja að D&D sé best fyrr en persónan sé búinn að prófa allt hitt.