Hail friends !

Ég man EKKI neitt hvar ég fann tilvísun í þetta, þannig að ég get nú ekki þakkað neinum einum fyrir nema mér og vefrápinu mínu:

Ef þið hafið þegar séð eða skoðað síðuna fyrir ofan og hafið neikvætt álit, sleppið flame-unum. ;)

En fyrir hina, þá gæti þetta verið málið….

Kannist þið ekki við það að vera 100% með útlitið á persónunni þinni í hausnum, en ert svo gjörsamlega fatlaður eða spastískur þegar á að teikna hann niður ?

Kannist þið ekki líka við það þegar þið biðjið vin ykkar sem er góður að teikna að teikna hann fyrir ykkur, en hann kemur því ekki til skila á blaðið sem að þú ein/n sérð ?

Þetta, að mínu mati, SNILLDARforrit getur hjálpað þér nánast 100% að settu marki. Þótt að það sem ÞÚ vilt sé ekki til, þá geturðu allavega komið meirihlutanum til skila og svo beðið vin þinn að hjálpa til með smáatriðin…

Ég t.d. gat gert um 80-90 % af character sem engum öðrum hafði tekist að koma almennilega á blað fyrir mig, og svo er það bara að biðja þá um að breyta og bæta ;)

Vissulega er mjög takmarkað val ennþá, þar sem bara eru komin template fyrir humans og ÖRlítið fyrir humanoids.

Ég skora á ykkur sem vantar myndir fyrir persónurnar ykkar að prófa ! :)

Þar sem ég kann ekki að gera link í HTML, þá er þetta hér :

www.heromachine.com

Í þetta þarf víst Flash 5.0 og IE eða Netscape 4.0 eða hærra.

Njoy
LaXi