Ég ákvað að skrifa stutta grein til ykkar sem spila eða spiluðu spunaspil. Ástæðan er sú að fyrir nokkru ákvað ég að draga mig í hlé frá öllu sem tengist mótshaldi og er sú ákvörðun tekin vegna breyttra aðstæðna í spilaheiminum.

Í dag er staðan þannig að það er ekki grundvöllur til að halda mót eins og ég vil hafa þau, þ.e.a.s. leigja stóran sal og fá um eða yfir 100 manns. Líkurnar á að fylla slíkt mót eru frekar litlar og áhættan á því að tapa pening á mótshaldi meiri.

En hvað um það. Ég hef verið lengi viðriðinn spunaspil og er mjög sáttur við þann tíma sem ég hef eytt með ykkur.

Ég kveð því með þökkum frá spulaspilamennskunni.

Hér fyrir neðan er stiklað á ferli mínu tengt spunaspilum.
1984 Byrja að spila spunaspil
1989 Fáfnir spilafélag stofnað (um 60 meðlimir)
1989 Tvö Fáfnir spunaspilatímarit gefin út
1989-1990 Þrjú spilamót haldin á þessu tímabili
1990 Verslunin Goðsögn opnuð
1990-1992 Fjögur spilamót haldin (um 400 meðlimir)
1992 Verslunin Fáfnir opnuð
1992-1994 Tvö spilamót haldin (um 500 meðlimir)
1996 Verslunin Nexus opnar
1997 Hætti í spunaspilaverslunarrekstri
2002 Síðasta Fáfnismót haldið
2005 Þorsteinn dregur sig í hlé

Nokkrar steðreyndir:
-Í fjölmennasta Fáfnismóti mættu 350 manns.
-Árið 1994 mældist fjöldi Fáfnismeðlima mest eða 650 talsins.
-Fáfnir spilafélagið varð fyrst til að gefa út meira en eitt spunaspilatímarit.
-Fáfnir spilafélag tengist ekki Fáfnir bifhjólasamtökunum.
-Gísli Einarsson er eini stofnandi Goðsagnar sem er ennþá í spunaspilaverslunarbransanum. Er í Nexus eins og hver stoltur nörd veit :)
-Þorsteinn hélt ekki öll Fáfnismót sem hafa verið haldin. Samtals hafa verið haldin um 16 mót og hefur Þorsteinn haldið 10 af þeim. Gísli í Nexus sá um rest.
-Þorsteinn er núna í Kennaraháskólanum og vinnur í BT í Smáralind.
Kveðja,