Komið öll sæll!

Ég hef oft velt fyrir mér hversu víðtækt spunaspil er á Íslandi. Hversu margir ætli séu virkir spilendur? Einstaklingar sem spila amk. tvisvar í mánuði og versla bækur að einhverju marki.Ætli þeir séu 1000-2000?

Í þessu samhengi hefur því oft skotið niður í kollinn á mér að innan þessa hóps hljóti að vera fullt af stjórnendum og jafnvel spilurum líka, sem skrifi heilan helling af ævintýrum og öðrum hugleiðingum tengdum spunaspilun. En oftast nær njóta bara viðkomandi spilahópar þessa.

Hvað ef það væri íslenskt spunaspilstímarit?

Fyrir löngu síðan kom út eitt eintak af tímaritinu Fáfni og þekki ég nokkra sem enn eiga það. Það var svo sem ekkert burðugt dæmi, bara ljósritað hefti en engu að síður er gaman að eiga þetta.

Hefðu þið áhuga á slíku? Tímariti þar sem væri að finna ævintýri eftir íslenska stjórnendur, úttektir á campaign setting og kerfum, greinum fyrir spilara og stjórnendur af ýmsu tagi.

Er þörf fyrir slíkt tímarit? Nexus selur jú bæði Dragon og Dungeon.

Allavega, væri gaman að fá smá umræður um þetta í gang.