Ef eitthver hefur eitthverja skemtilega sögur um virkilega CN. Charactera, þá er þetta fínn staður til að deila þeim.



Hér er ein góð saga:
Þetta byrjaði þegar ég var að spila með þrem frændum mínum í AD&D. Við vorum dvergur, elf og halfling.
Við vorum staddir í hafnarborg og áttum að flytja marmara sjóleyðis á skipið sem halflinginn átti. Við ákváðum að fara og fá okkur vistir fyrir skipsferðina og við fórum inn í verslun við höfnina. Við gengum in og gáfum okkur á tal við afgreiðslukonuna, hún bauð okkur velkomna og reyndi að gefa okkur sem bestar upplýsingar um þær byrgðir sem við þyrftum fyrir ferðina. Halflinginn ætlaði að fara að kaupa sér chain mail og varð mér þá að orði að það væri nú ekki besta brynjan fyrir þjófa. Þegar afgreiðslukonan heyrði nefnt orðið þjófur þá brást hún ókvæða við og ætlaði að reka okkur út, hún kallaði á hjálparmann sinn Henry sem var risastór með fótleggi á þykkt við trjáboli. Hvað gerir maður við þessar aðstæður? Maður getur farið út eða rænt búðina. Ég (dvergurinn) hjó lappirnar undan manninum meðan hinir hlupu út fór ég bakvið afgreiðsluborðið og tók járnkistil og hljóp út í skipið. Álfurinn hafði komið sér fyrir í portinu bakvið verslunina og var upptekinn við að kveikja í húsinu. Við lögðum strax úr höfn þegar álfurinn var kominn um borð. Við héldum meðfram ströndinni, ég kom mér vel fyrir í káetunni með kistilinn. Þegar ég opnaði kistilinn þá blasti við mér annar minni úr tré, að sjálfsögðu opnaði ég hann líka og þar leyndist rauður demantur sem stafaði frá geislar og ég dáleiddist. Áhafnarmeðlimir komu að leita að mér um kvöldið og þeir dáleiddust all, smátt og smátt fylltist herbergið af mönnum (einum halfling). Það var ekki fyrr en álfurinn (Running Fox) kom inn með bakpoka á hausnum og lokaði kistlinum sem við losnuðum úr álögunum. Um leið og við losnuðum úr álögunum sáum við álfinn hlaupa út með trékistilinn og ég elti hann. Hann henti kislinum útbyrðis og ég stökk á eftir honum og greip hann í loftinu. Sekúntu áður en ég lenti í sjónum mundi ég að ég kunni ekki að synda. Ég flaut á kislinum þar til það var sendur bátur til að ná í mig. Þegar ég kom aftur um borð setti ég kistilinn inn í káetuna mína. Ég fór niður í matsalinn og fékk mér að borða. Á meðan var álfurinn í káetunni minni að setja demantinn í bakpokann sinn og henda honum útbyrðis. Tvem tímum seinna þegar ég kom upp aftur og fór að grenslast fyrir um ferðir álfsins þá hafði ekki nokkur maður séð hann í hálftíma, sá síðasti sem sá hann sagði að hann hefði verið að spurja um hvar hann findi exi. Í því kallaði hásetinn báturinn lekur!!. Á sama tíma kom álfurinn upp á þilfarið rennandi blautur með exi yfir öxlina og risastórt glott á smettinu. Þegar áhöfnin sá hann þá fóru þeir og hlupu í bátana. Ég og halflinginn fórum og eltum hann í hringi á dekkinu, þegar við loksins náðum honum höfðum við ekki hugmynd um hvað við áttum við hann að gera. Við ákváðum að leysa hurðar af hjörunum og nota sem fleka. Við stukkum útbyrðis og létum okkur reka í land.

Ef eitthver hefur nent að lesa þetta allt : ( sendið þá inn grein.)
Í þessari yfirlýsing vil ég koma því á fram færi að öllum mönnum skuli sýnd virðing, jafnrétti og fullkomið skeitingarleysi.