Sæl öll. Málið er þannig að fyrir u.þ.b. ári síðan fékk ég áhuga á því að kynna mér AD&D3d ed. og keypti PG, DMG, teninga, kalla, sögur o.fl. og hóf að stýra hóp sem ég myndaði innan fjölskyldunnar. (Allt nýgræðingar). Við höfum spilað þetta svolítið en það sem vantar upp á að mínu mati er sú reynsla sem fæst af því að spila með sér reyndari spilurum eða fá að fylgjast með. Því er spurning mín tvíþætt og er svona. Er hægt að fá að fylgjast með einhverjum hópum spila eða taka hópar við nýjum meðlimum ? Það er nefnilega djöfullegt að stýra hópi og hafa aldrei spilað sjálfur :)

Kveðja,
The.
the - fitness @ 2004