Sælt veri fólkið

Núna kemur enn ein greininn um spilamótið. Það hefur verið frekar erfit í fæðingu en þetta er allt að koma.

Það verða tvö tímabil. Laugardagur og sunnudagur frá 11:30 - 20:00 en við höfum salin eitthvað lengur en til átta þannig að það er kannski hægt að binda endahnúta á ævintýrið.

Það kostar 500 kall fyrir spilara hvort sem verða eitt eða tvö tímabil. Stjórnendur fá frítt inn.

Listi yfir ævintýri er komin upp (sjá grein neðar) og hvet alla til að kynna sér hann.

Skráning er niðrí nexus og það eina sem maður þarf að gera er að mæta þangað og skrá niður nafn og símanúmer og borga þennan pening

Þeir sem eru úti á landi og ætla að mæta geta haft samband við nexus í gengum síma. Ef fólk er að spá að koma og taka þátt en vantar gistingu þá er hægt að redda því. Ég sjálfur gæti veitt tveimur manneskjum að minnsta kosti húsaskjól. Þeir sem hafa áhuga á að skoða það hafi samband við mig með huga skilaboðum

Ég horfi á þetta spilamót sem byrjun. Byrjun á að hafa reglulegt spilamót 3 sinnum á ári alltaf á um það bil sama tíma. Eitt í byrjun árs, annað um vorið. Þriðja um haustið.

Það hlýtur að vera hægt að halda reglulega mót. Það er bara spurning að taka ódýrustu lausnina svo það verði engin fjárhagsleg áhætta.

Ef það eru einhverjar spurningar þá endila skellið þeim fram og við munum reyna að fremsta megni að svara þeim.