Forgotten Realms D&D 3.5

Nafn: Hörður Hólm Ingibjargarson
Aldur: 22 ára
Lýsing á ævintýri: The Moonshae Isles. Kaupmenn frá ríki the Ffolks hafa lent undir stanslausum árásum þegar sjóleiðin er tekin. Það sem flækir málið er hins vegar að ekki er betur að séð nema nágranna ríki þeirra the Northlanders séu á bak við þessar árásir. En með þessum þjóðum hefur ríkt sátt undanfarinn ár þrátt fyrir afar mismunandi skoðanir. Þar sem mörg sár eru enn ógróin milli þjóðanna ríkir mikil reiði og allt stefnir í stríð. Konungs fjölskyla Ffolk the Kendricks hafa skipað hóp traustra einstaklinga til að komast til botns í málinu. Í seinstu spilun komast hópurinn að því að svo virðist sem að the Northlanders hafi hreinlega verið bornir röngum sökum og ferð þeirra leiddi hópinn til Nelanther Isles. The Nelanther Isles eru eyjur þar sem sjóræningjar halda til. Hópurinn er að reyna að næla sér í sannanir og nánari upplýsinga en það er fáum treystandi á þessum eyjum og hættan leynist allstaðar.
Fjölda spilara: 5
Viðmiðunaraldur: 18 ára + einn yngri
Reykir/reyklaus: Helst Reyklaust en allt í lagi í hófi bara ekki of margar sígó pásur á kostnað okkar hinna ;)
Tímabil: Laugardag og sunnudag (framhald)
Hefurðu stjórnað á móti áður? Tveimur

Mage: Dark Ages

Nafn: Jens Fannar Baldurson
Aldur: 27
Reyklaus
Aldur spilara:17
Tímabil: Laugardagur
Lýsing:Spilarar eru galdramenn á fyrri hluta 13
aldar í evrópu.Þetta er tími krossferða og
styrjalda þegar töfrar og hlutir teingdir þeim
eru að hverfa út úr heiminum.spilarar þurfa að
hafa gaman að því að spila galdramenn og geta
spunið upp lýsingar göldrum sjálf því að kerfið
er ekki með eiginlegan galdra lista.þetta er ekki
fyrir byrjendur.

Dungeons and Dragons, D&D 3.5

Nafn: Tómas Gabríel
Aldur stjórnanda:18
Kerfi: d&d 3.5 (mjög breytt).
Lýsing á ævintýri: Dimmt og drungalegt ævintýri í ónefndum heimi þar sem hetjur eru ekki
jafn
velkomnar og í venjulegum spilunarheimum, þar sem stærri skrímsli eru
mun
hrikalegri, galdrar mun öflugri, og lífstíð persónanna mjög ótryggður.
Fjölda spilara og viðmiðunaraldur - 6 spilarar með þá kunnáttu að setja sig djúpt í persónu sína. Aldur: +16
Reykir/reyklaus - Reyklaus.
Tímabil - Sunnudagur
Hefurðu stjórnað á móti áður? – Nei

Call of Cthulu dark ages, Chaosium CoC

Stjórnandi: Sivar
5 spilarar (reyndir/reyklaus)
Lýsing á ævintýri: Sagan gerist á Íslandi á þjóðveldisöld. Nánar tiltekið á Hornströndum.
Það er ekki víst að umhverfið mundi standast sagnfræðilega skoðun, en
það er ekki aðalatriðið. Sú tilfinning um að eina baklandið er
fjölskyldan og það er lítið sem ekkert yfirvald til að leita til, er ég að
reyna skapa með þessari sögu.

Matur er af skornum skammti, myrkrið grúfir yfir öllu, barnadauði
algengur, deilur á milli fjölskylda eru oft leist með drápum og vígum.
Hungur, valdagræðgi.

Það eru 6 persónur sem er hægt að taka við. Ýmindið ykkur víkinga og
þá getið þið ýmindað ykkur hvernig þeir líta út. Þeir eru allir tengdir
fjölskylduböndum og “hver er ber að baki nema bróður eigi”.

Fjölskylduföðurinn: Víðförull maður sem hefur séð með eigin augun
miklagarð. Kristinn og stundar sína trú. Er vel lesin. Reynir að leysa
ágreiningsmál með orðum og samningum, ekki með blóði. En er óhræddur við
að berjast. Er mjög fær með sverð og skjöld og menn hika við berjast
við hann. Margir telja að hann verði næsti vestfjarðagoði.

Yngsti sonurinn: Hann er ekki alveg yngstur en hann er yngstur af þeim
sem er komin til manna. Sveimhugi mikill sem langar að ferðast um
heiminn. Notar allan tíma sinn til að sigla á sínu fleygi um fjörðin.
Hefur æft sig mikið á boga er ágætur í því. Hann er búin fella hug sinn
til eina fjórtán vetra snót sem býr nálægt og er ætlar að biðja um hönd
hennar.

Afinn: Hann er háaldraður maður, flúði sem barn með föður sínum til
Íslands vegna Haralds. Er heiðin mjög og blótar oft. Var öflugur
bardagamaður og fríður mjög á yngri árum en mörg ár eru liðin síðan þá og elli
er búin að næla sínum klóm í kallinn. Finnst sú hugmynd að það sé bara
einn guð og hann hafi einhver sandnegra sem son vera fíflaleg og blótar
oft kristnum guð og segir að það sé verið að rækta heigulskap í
íslenska sál.

Frændinn: Ekki mikill mannvitsbrekka. Heljarmenni mikið en ljúft við
börn og konur. Ægilegur þegar hann reiðist. Er með bú stutt frá bróður
sínum sem hjálpar honum mikið.

Elsti sonurinn: Ýmind víkingsins. Hefur gert strandhögg á írlandi
ásamt nokkrum félögum sínum. Er fríður og frár. Lítur upp til föður síns
en og ætlar að feta í fótspor hans. Er kristinn eins og föður sinn.
Giftist mikilli valkyrju.

Eiginkona Elsta sonarins: Fríð, há kona. Valkyrja mikil og vill ekki
að þessi karlpungar séu alltaf að troða sér um tær. Dulbýr sig oft sem
karlmaður til að geta tekið þátt í ýmsu. Er vopnfær.

Sagan hefst á því að þessar persónur eru á leið til alþingis.

Mun stjórna einhverju á frjálsa tímabilinu.

Ravenloft, D&D 3.5

Nafn: Þorsteinn Mar
Aldur: 26
Reyklaus
Aldur spilara: Skiptir ekki máli, byrjendavænn
Kerfi: Ravenloft D&D 3.5
Tímabil: Bæði.
Lýsing: Low level murder investigation, fínt ævintýri fyrir þá sem hafa ekki áður komið í domains of dread. Persónurnar byrja í Forgotten Realms en fara síðan yfir í Ravenloft og þurfa að kljást þar við hin ýmsu vandamál.

Dungeon's and Dragons, D&D 3.5

Nafn: Haraldur Þór Haraldsson (Halli)
Aldur stjórnanda: 21
Kerfi: D&D, 3.ed.
Lýsing á ævintýri (nafn ef það hefur verið gefið út): Heimatilbúið high level, nokkurs konar epic level ævintýri þar sem role-play, roll-play og power-play reyna að mætast saman í einni súpu! áhersla lögð á ,,loosy-goosy“ spilamennsku, ekki ,,blaða-í-reglubókum” spilamennsku og setningin ,,Reglur eru sveigjanlegar" verður í háveigðum höfð.:D
Fjölda spilara og viðmiðunaraldur:4-6, 15-22 ára
Reykir/reyklaus: skiptir ekki öllu, helst reyklaust samt.
Tímabil: bæði þess vegna.
Hefurðu stjórnað á móti áður?: Nei.

World of Darkness, WOD

Nafn: Óskar Freyr Hinriksson
Aldur: 21
Kerfi: Kindred of The East(WOD Gamla)
Lýsing: I hinum myrka heimi(WOD) eru skuggar lengri, morðin hræðilegri
og
þegar þú heldur að eitthvað sé að elta þig þá er það líklegast að því.
Persónurnar eru fólk sem hefur ekki lifað fullkomnuðu lífi og
endurholdgast í líkama
(Stundum ekki sínum) til þess að klára lífsleiðina sem það kláraði ekki
í
lífi.
Um er að ræða Há póltískt setting, þar sem spilarar þurfa að tileinka
sér
öðruvísi hugsunar hátt og mæli ég ekki með því að nýjir/óreyndir/eða
bæði
skrái sig í þetta. Þetta er sama kerfi og Vampire:The masquerade notar
og
er bónus að þekkja það kerfi en ekki skylda. Það eru bara notaðir d10 í
þessu og
þægilegt er að hafa frá 7 upp í 10 stykki.
Fjöldi spilara: 5
Aldur spilara: 17+ Vil ég minna á að þetta er frekar alvörugefið
setting
Reyklaus
Ég hef stjórnað á móti áðu