Svona til að halda spjallinu gangandi þá datt mér í hug að biðja um ábendingar og umræður um literatur sem nýtist ofangreindum (sjá titil greinar) við hugmyndaflæði í sinni vinnu. Má vera hvers konar skáldsögur, sagnfræði, skólabækur eða garðyrkjubækur bara hvað sem er. Er þessa stundina mjög upptekin af terry prattchett (klisja) og hans háði á hinn viðtekna fantasy heim. Eins las ég frábæra bók í fyrra sem heitir A Young Ladies Illustrated Primer e. Neal Stephenson. Stórgóð bók sem kristallast í mínum huga hversu vel honum tekst að skapa “heim” utan um söguþráðinn. Eitthvað sem er elífðarvandi okkar foreldranna í spilahópunum.

Verið nú dugleg að blaðra svo að lurkerarnir hafa eitthvað að lesa.