Aðra helgina í febrúar fer fram spilamót hér í Reykjavík. Það er haldið í sal Fjölbrautarskólans við Ármúla og er spilað annars vegar á föstudagskvöldi og hins vegar á laugardegi. Ekki tókst að fá salinn á sunnudag.

Mótinu er skipt upp í annars vegar frjálst tímabil (föstudagur) og hins vegar venjulegt tímabil (laugardagur).

Skráning stjórnenda er hafin. (sendið Tmar skilaboð)

Taka þarf eftirfarandi fram og svara:

Nafn.
Símanúmer.
Aldur stjórnanda.
Kerfi.
Lýsing á ævintýri (nafn ef það hefur verið gefið út).
Fjölda spilara og viðmiðunaraldur.
Reykir/reyklaus.
Tímabil.
Hefurðu stjórnað á móti áður?

Dæmi um skráningu:

Nafn: Jón Jónsson
Aldur: 23
Kerfi: D&D 3.5
Lýsing á ævintýri/nafn: The Sunless Citadel
Fjöldi spilara og viðmiðunaraldur: 6, +16 ára
Reykir/Reyklaus: Reyklaus
Tímabil: Frjálst
Hefurðu stjórnað á móti áður: Nei.

Endilega að drífa sig í að skrá sig, stjórnendur.

Skráning spilara hefst um miðjan mánuðinn.

Einnig er hægt að skrá sig í Nexus.