Góðan dag ég er með hugleiðingar um Forgotten Realms campaign settingið. Ég hef verið að stjórna í D&D síðustu 13 árin. Hef spilað með genginu mínu í Greyhawk, Ravenloft, Forgotten Realms og heimatilbúnu settingi. Af þessum finnst mér forgotten standa út úr með það hversu ýktur sá heimur er að mörgu leyti. Súper öflugur galdrakallar og artifact í næstum hverri landfræðilegu einingu, allskonar evil kults og ofurskrímsli sem standa saman og öllu ægir saman í einn óskiljanlegan hrærigraut. Þess fyrir utan eru portal út um allt og heilu herskararnir af íllum humanoids. Ég veit að þetta á að vera fantasía. En þetta keyrir um þverbak. Spilararnir upplifa ekki heiminn sem eitthvað sennilegt setting þar sem þau samfélög sem þeir hrærast gætu dafnað án þess að vera yfirtekinn af illum öflum nema fyrir guðs náð og tilviljanir.

Bara að velta þessu upp til að athuga hvort einhver er sammála mér. Finnst Forgotten Realms bera það með sér að það hafi verið ákveðið að hafa allt í honum til að höfða til allra svo salan yrði sem mest. Minnir á útþynnta Hollywoodmynd þar sem allar málamiðlanir eru notaðar til að höfða til allra en útkoman verður frekar flöt