Þetta er grein fyrir þá sem eru að byrja að RPG-a svo þið getið fengið smá innsýn í þennan risastóra heim Role play-a.
Auðvitað er ég ekki alvitur um efnið þannig reyndari en ég meiga endilega leiðrétta mig ef það er eitthvað vitlaust og bæta við =)


Allavega ég ætla bara að byrja á því að segja ykkur hvað ykkur vantar til að byrja og hvar þið getið fengið það.
númer eitt tvö og þrjú þurfiði hóp til að spial með,
hann þarf ekki að vera stór og það þarf ekki að vera einhver súper rpg njörður í honum það geta bara verið þú og vinir þínir svona 4-8 í allra allra allra minnsta lagi 3 og í mesta lagi svona 10. Það er ekki hægt að spila 2 og það er frekar leiðinlegt 3 en fínt svona 4 og ef það er komið yfir 10 playerar þá ræður stjórnandinn voðalega lítið við hópinn.
Það næsta sem þið þurfið er Role play eða Spunaspil, þið getið fundið ykkur eitt svoleiðis stykki í Nexus í Reykjavík (Rétt hjá Hlemm, man ekki götunr)
Í Nexus er fullt af sérfræðingum í öllum svona spilum og dóti þannig ekki vera feiminn við að spyrja um þetta, þegar þið kaupið þetta eru þetta yfirleitt 3-4 bækur sem þið þurfið til að byrja og kosta frá 6 þús. uppí svona 13 þús. kall sem er ekki mjög dýrt =)
Það sem þið þurfið að kaupa með roleplayinu ef það fylgir ekki með eru Teningar, best er að hver og einn í hópnum kaupi sér sína eigin teninga og eigi þá útafyrir sig en ef þið viljið geti þið keypt bara eina dollu fyrir hópinn. Hvernig teninga þið þurfið að kaupa fer mikið eftir spilinu sjálfu þ.e.a.s ef þetta er d20 kerfi þurfið þið að kaupa dollu með d4,d6,d8 o.s.f.v ef þið skiljið ekki hvað ég er að babbla þá getiði líka bara spurt fólkið í Nexus hvernig teninga þið eigið að kaupa með spilinu sem þið voruð að kaupa ;)
Það næsta sem ykkur vantar eru fullt af blöðum nokkrir blýantar yddari og strokleður.


Jæja núna eru þið kominn með Role play í hendurnar og hvað svo…?
Ég get svarað því =) Núna skuluði velja eða kjósa eða einhver býður sig framm eða what ever bara einn úr hópnum verður að vera “Stjórnandinn” (kallað mörgum mismunandi nöfnum eftir kefum, ég get nefnt nokkur svo sem DM,SM,Narretor og mörg önnur).
Þessi stjórnandi tekur nú að sér að lesa allar þessar bækur *JEIJ* =)
Ahh já gleymdi einu bækurnar heita líklega eitthvað í þessa líkingu players book, master guid (book) , Monster manual (book) og magic book.
“Stjórnandinn”(sem ég ætla að kalla DM eftir þetta) þarf helst að lesa allt heila klabbið, leikmennirnir eða playerarnir meiga ef þeir vilja fletta í gegnum players book en meiga helst ekki grúska mikið í hinum.


Núna ætla ég aðeins að fjalla um hlutverk DM og Hlutverk leikmannana.

DM-inn sér um að semja ævintýri sem leikmennirnir taka þátt í og eru aðalpersónurnar í, DM-inn má samt ekki segja ævintýrið heldur hefur hann aðeins grunninn og gefur leikmönnunum alveg frjálsar hendur að velja hvaða möguleika sem þeir vilja.
Það sem getur verið í ævintýrum DM getur verið margt svo sem að finna einhvern týndan, leisa einhverja stóra ráðgátu, finna fjársjóð, vinna fyrir einhvern kóng eða höfðingja eða bara hvað sem er.
Ég mæli stórlega með því að DM-inn setjist niður heima hjá sér og hripi niður eina mynd af landsvæðinu sem ævintýrið gerist í og skrifi inná þá mynd helstu hluti sem gerast og gera alla vonda kalla áður en hópurinn hittist, það er ekkert leiðinlegra þegar Svakalega spennandi bardagi er að fara að hefjast og DM-inn þarf að stoppa leikinn í korter til að gera kalla.

Leikmann í spunaspili hafa eiginlega bara það hlutverk að fylgja ævintýri DM-sins. Samnt eitt Tip fyrir leikmenn það er hundleiðinlegt að vera DM og Leikmennirnir sína engann áhuga og hlusta ekki neitt!
Svo er gott fyrir þá sem eru leikmenn að gera characterinn sinn líkan þeim sem þeir myndu helst vilja vera þannig þeir geti livað sig sem best inní hlutverkið (Minn characther er alltaf kvenkyns álfur sem er sjúkur Archer eða Wizard =D )



Ef DM-inn er eitthvað latur við það að lesa þá er sniðugt að gera eins og ég geri, eða les bækurnar létt yfir spila svo svona 2-3 ævintýri sem tekur langan tíma því ég þarf að fletta upp að öllu sem ég kann ekki eftir þessi 2-3 ævintýri stífles ég svo bækurnar eða fer mjög vel yfir þær því þá er áhuginn fyrir spilinu kominn og læri reglurnar vel með því. Auðvitað er maður alltaf að fletta uppað öllu í þessum bókum en maður veit betur hvar allt er og kann flestar töflur og annað þannig ef einvhver áhugi er fyrir spilinu.
Þannig ekki hafa áhyggjur þótt allt takist ekki eftir 1 ævintýrið eða 2 ævintýrið eða það 3 eða 4 ég meina þegar ég var 10 ára polli og var að byrja að fikta við þetta þá kunnum við félagarnir ekki að berjast í 1 og hálft ár =) samt héldum við alltaf áfram að spila =D


Allavega vona að einhverjir hafi gagn af þessari grein.


*Supercow*
Dance with us gir… dance with us.. into oblivion