Ég var á sýnum tíma fatsagestur í goðsögn -> fáfni -> Nexus…

Ég hef prófað að spila næstum öll kerfi og eftir að D&D fór að þreytast hjá okkur félugunum þá tók cyperpunk við.

Útfrá því fórum við að fíflast með LARP, hugmyndir sem einhver tók af netinu o.s.f. og nokkrir af okkur tóku þátt í “hring dauðans” sem Fáfnir var með. Þetta eru án efa eitt það skemmtilegasta sem hægt er að gera með vinum sýnumbara að kaupa vatnsbyssur og fá einhvern einn til að skipuleggja leikinn fyrirfram.

Hringur dauðans var svo alveg geggjað fyrirbæri sem að ég vona að sé ekki hætt, Þá skilaði maður inn passamynd og 10-20 aðrir líka (maður vissi ekki hverjir) og svo var stokkað og þú áttir að drepa þann sem þú fékkst mynd af…

Félagi minn í MH var var á nálum í skólanum ef hann sá einhvern halda á banana (það var hægt að nota þá sem byssu t.d.) Svo kom einhver og henti kuðluðum sokkum inn í bílinn hans +á leiðinni heim (það var handsprengja og hann þ.a.l. úr leik. sá sem þú drapst átti að láta þig svo fá sína mynd svo þú gætir haldið áfram.

Sá sem lifir lengst vinnur.