Jæja. Nú er ég búin að skoða Gurps Lite, lesa yfir og spá og spekúlera. Verð ég nú bara segjast einsog er þá lítur þetta bara vel út, “þéttar” kerfi, punktarnir segja meirra og fær maður meirra fyrir minna þegar kemur að skills og ads.
Ætla ég að telja aðeins upp það sem mér finnst vera kostur við fyrstu sýn.

1. Defences (varnir). Nú er búið að sleppa (samkvæmt Lite) 1/2 og svo 2/3 fyrir Parry. Núna fær maður sléttan +3 á allar varnir. Hér áður fyrir þurfti maður að hafa 16 í skilli + Combar ref og helst einhvern galdra eða græju stuðning til að verjast með sverð sem dæmi. 3rd Ed. Broadsword 16 + Combat Ref Parry: 9.
4th Ed. Broadsword 14 /2 = 7 +3 = 10 í parry. Strax orðið betra, svo getur maður verið með Combat ref og fengið +1 í viðbót.
Svo eru líka gefnir bónusar fyrir vopn sem eru betri til varna en önnur, sem dæmi gefa þeir upp Quarterstaff fær +2. Kæmi mér ekki á óvart ef Katana sem dæmi og vopn með Baket hilti fengi +1.

PD er farið. Veitt ekki enn hvernig það kemur út, Defence Bonus kemur í staðin. DB er bara fyrir Skildi og þar sem Gurps Lite notast við Basic Reglurnar í Gurps er möguleiki að DB fá eitthvað meirra að gera í Advance útgáfuni.

Dodge: DX+HT /4 +3. Svo að venjulegur maður DX 10 HT 10 ætti að ná “dodge” á 8, flestir PC værru örruglega að ná þessu á 9 til 11 létt klæddir.

2. Attributes. Lítur vel út. ST og HT kost 10 punkta fyrir hvert level meðan IQ og DX kosta 20 punkta. ST er notað fyrir Hit Points, eitthvað sem mín Grúppa hefur gert í 2-3 ár og HT fyrir Fatigue. IQ er reyndar ennþá grunnur fyrir Will og Alertness eða perception einsog það kallast núna. Hefði viljað gefa báðum sína egin Attributes, borgað 5 fyrir hvert level.
ST og hvað mikið maður getur borið er mikið breytt, ekki bara 1 kg per level af ST einsog það var fyrst, heldur er STxST/5. Þannig að ST 13 Warriorinn er með 34 lbs í none encumbrance og ST 8 Rouginn sem ég gerði með 14 í none encumbrace. Áður hefði þetta verip 26 of 16. ekki mikil munnur.

3. Skills. Virðast vera munn “skilvirkari” en áður, sá það reyndar ekki í Lite útgáfuni en SJ games lofuðu að koma með töflu fyrir erfiðleika bonus og frádrætti á skills. Þannig að 12 í History WW2 mundi maður fá kannski +5 til að þekkja alla helstu þátakendur en -3 ef maður ætti að nefna Herforingjan sem stýrði Barbarosa aðgerini.
Einnig er ekki lengur notast við 1/2 punkta og VH er hvergi sjáanlegt. Skill hvort sem DX eða IQ notast við sömu punkta söfnun, 1,2,4,8,12,16 og svo framvegis. Sum skill hafa lækkað, Staff og Bow er núna PA ekki PH.
Talents, Gurps virðist koma mjög vel á móti þeim spilurum sem líða best í Class based kerfum með Talent Advantage. Talent er saman safn af skillum sem PC á kannski auðveldara með að “pikka” upp en aðrir. Hvort heldur sé vegna uppeldis, menntunar eða félagslegum bakgrunn. Dæmi værri annað hvort strákurinn sem ólst upp í óbyggðunum, hann værri með Outdoorsman, fengi + á útilegu skill einsog Survivor og Fishing með 22 ára gamli Verslunarskóla snáðinn værri með buisness acumen.

4. Annað. Damage hefur ekkert breyst en move hefur fengið smá uppstokkun. Languages er mjög sniðugt, 4 þrepa dæmi. Fyrsta þrep þá kann maður ekkert 0 punkta, upp í 4 þrep, alltalandi með engan hreim fyrir 3 punkta. Apperance hefur aðeins breyst, kostar ekki eins mikið en heldur samt sínum þætti þegar það kemur að “reaction” hjá NPC.
Ads og disadvantages. Sá ekki miklar breyttingar á því sem var í gamla, acute vision, Combat ref, high pain threshold og fleirri eldri ads eru óbreyttir. Meðan Night vision er ekki lengur 10 punktar heldur level based ads, 1 punktur gefur +1 uppí +10 fyrir 10 punkta. Einnig tók ég eftir að Alertness er ekki í Lite 4th ed. Gætti verið að það verði nýrri útgáfa af honum? Eins með Strong Will.

Conversion / Yfirfærsla.

Svona til gamans tók ég mig til og breytti 180 punkta Gurps Fantasy fighter sem ég er að spila, (135 + disads og quirks).
Var hann í fyrstu með ST 14 DX 14 IQ 10 HT 11. Besta combat skill Twohanded sword P/H (fyrir 2/3rd parry, house rule).
Þegar ég var búin að breytta honum var hann ST 13 DX 13 IQ 10 HT 11. Besta Combat skill var ennþá það sama með 16 í því. Shield fór úr 16 í 13. Í grófum dráttum var hann mjög svippaður, Parry var óbreytt fyrir Twohanded sword, 12. Combat Ref reiknað með. En Broadsword 14 fór úr 8 yfir 11!. Shield block var 9 + PD3 fór í 10 +DB2. Bæði áfram 12 en þurfti ekki nema 1 punkt á móti 4.

Svona í gamni henti ég saman 180 punkta fantasy PC (135+Disads og quirks). Kom vel út og auðvelt. Sem sannur Player er ég strax búin að finna 2 til 3 Min Max aðferðir :) .
Set eina min max með. Taka Staff, vera með svona 14 í Staff. Þar sem Staff gefur +2 á parry er maður strax komin með 12 í parry, svo kannski Combat ref 13 í parry. 80% líkar að ná Parry.

Kv. Lucifer…. spilað síðan 1983, 1989 Gurps.

PS: Svona gamni þá er ég þegar buin að breytta 3rd Ed Star Wars Knights of the Old Republic Era Campainginu yfir í 4th ed og ætla að prufa, bara með Lite.
Kettir eru fremur viðkvæm dýr sem geta þjáðst af ýmsum kvillum. Ég hef þó aldrei vitað til þess að köttur ætti erfitt með svefn. Joseph Wood Krutch