Ég er alltaf að vinna í að búa til hið “fullkomna” spunaspilskerfi…

á dögunum datt ég niður á sjálfvirkt kerfi sem virðist virka (tölfræðilega séð), og skrifaði grein um það hérna á huga minnir mig.

Undanfarið hefur mér dottið í huga viðbætur á það kerfi sem mig langar aðeins til þess að deila með ykkur.

Til að byrja með þá virkar kerfið þannig að ákveðinn hæfileiki hefur tölu (eins og í flestum öðrum spunaspilskerfum). Talan segir til um líkur á því að ákveðin athöfn takist… og hversu vel hún takist. Segjum sem svo að þú sért persóna með 4 í stökk hæfileika. Það virkar þá þannig að þú kastar einum tening fyrir hvern 1 sem þú ert með í hæfileikanum. Það eru 50% líkur á að hver teningur gefi “tókst”. Líklegast er að þú fáir tvo “tókst” þegar þú kastaðir fjórum teningum (ef þetta voru sex hliða teningar þá þýðir það að fá 4+ á einn tening = 1 “tókst”).

Hæfileikinn; stökk, segir svo til um hversu mörg “tókst” þú þarft til þess að framkvæma ákveðið erfitt stökk.

ok, þetta ætti að vera nógu skýrt… hvernig er þetta “sjálfvirkt”?

jú, ef þú nærð fjórum “tókst” þegar þú ert með fjóra í hæfileikanum þá færðu einn æfingarpunkt… þegar þú ert kominn með fimm æfingapunkta þá hækkar hæfileikinn þinn upp í fimm. Þessi þróun heldur svo áfram þangað til líkurnar eru orðnar þannig að það að fá æfingapunkt er stjarnfræðilega ómögulegt… t.d. að vera með 12 í hæfileika.. og þurfa að fá 12 4+ á teningunum… þrettán sinnum til þess að hækka hæfileikann… MJÖG erfitt.

Sem betur fer eru líkurnar pínulítið betri en “flatt 50%”.. þvi einn af teningunum sem þú notar er “heppnisteningur”. Hann virkar þannig að ef þú færð “tókst” á þann tening þá máttu bæta öðrum tening við sem er líka heppnisteningur. Þannig getur þú fengið 10 “tókst” þó þú sért bara með fimm í hæfileika… ef þú ert mjög heppinn.

Þetta er kerfið eins og ég var kominn með það fyrir nokkru síðan… það sem hefur bæst við er æfingakerfið.

Æfingakerfið virkar þannig að þú hefur að meðaltali 16 klst á dag til þess að æfa þig í einhverjum verkefnum. Hugmyndin er sú að þú getir skipt þessum klukkustundum í “tókst” kast til þess að betrumbæta einhvern hæfileika hjá þér.

Segjum sem svo að þú sért með 10 í einhverjum hæfileika, til þess að fá æfingapunkt í þann hæfileika þarftu að fá 10 “tókst” á einu hæfileikakasti. Í stað þess að vera alltaf að kasta teningum eða eitthvað til þess að ath hvort þú hækkir þá eyðir þú 10 klst á dag í að æfa þennan hæfileika, og færð þannig einn æfingapunkt á dag fyrir þjálfun þína. Þú átt meira að segja 6 klst eftir af deginum til þess að gera eitthvað annað.

að lokum ertu kominn á það stig að dagurinn endist þér ekki til þess að þú verðir “betri” þannig að 17 í hæfileika er ákveðið “lágmarks-hámark”…

það næsta sem kemur til með að bætast við í þetta kerfi er það að “detta úr æfingu”… það er staðreynd að ef þú heldur þér ekki í æfingu þá verður þú lélegri, góður.. en samt lélegri.

Því kæmi það líklega inn í kerfið að eftir ákveðið “hámark” í hæfileika þá þurfir þú að eyða tíma í að halda hæfileikanum við, ellegar missa æfingapunkta í honum. Eins og er þarftu líklega bara einn æfingarklukkutíma (eða æfingarpunkts “tókst” kast) á dag til þess að halda hæfileikanum við… þetta gerir það að verkum að þú sérhæfir persónuna þína í ákveðnum hæfileikasviðum, því þú getur ekki haldið ákveðnu hámarki án þess að detta úr æfingu í nema ákveðið mörgum hæfileikum.

…Björn