Undanfarna mánuði hef ég verið að lesa mér til skemmtunar gömul og nýleg D&D ævintýri(Temple of Elemental evil(er byrjaður með campaign í því), Ravenloft(original), Palace of the Silver princess og fleiri) og það sem ég tók eftir er hversu svört og hvít þessi ævintýri eru(og mörg mjög fyndin…þótt þau eigi nú ekki að vera það).
Eins og við öll vitum er heimur okkar mjög grár, það eru engin sterk skil á milli góðs og ills. Kannski er það gott að hafa þessu sterku skil í öllum þessum ævintýrum. En oftast verður þetta frekar kjánalegt, því að 99% af öllum “vondu” köllunum verða ansi þunnir andstæðingar fyrir vikið. Þeir eru evil “just because”. Vampíran Strahd er ein af fáum undantekningum frá reglunni.

Að sigrast á hinu illa afli er það sem öll þessi ævintýri ganga útá.
Vissulega eru aðferðirnar jafn margar og það eru grúppur að spila.
En það sem mér finnst oft vanta í þessum tilbúnu ævintýrum eru afleiðingar.
td. Ævintýrahópur kemst að því að illur Wizard er að stjórna einni borg og er þessi wizard að kukla með undead. Borgarbúar verða sjálfir lítið varir við þetta og lög og regla er sterk í borginni.
Þessi wizard ætlar sér að sigrast á dauðanum með sínum rannsóknum(lich in the making). Grafreitir eru rændir og lík hverfa með reglulega millibili(morðtíðni er þó með lægsta móti á þessu svæði).
Jæja, þessi hópur góðra mannakomast til hans og ásaka hann um þessi illu verk, sem hann játar án þess að hika. Eftir mikinn baradaga er þessi illi wizard að lokum drepinn.
En við hvarf þessa stjórnanda verður upplausn á svæðinu og margir litlir hefðarmenn berjast um yfirráð. Borgarastríð upphefst með miklu mannfalli og eyðileggingu.

Vissulega er þetta nokkuð gróft dæmi, en þá lífgar þetta mikið uppá heiminn og gerir hann meira dynamic.

Pælum aðeins í útskýringunum á “Alignements” í D&D;

Lawful Good : Strangheiðarlegur, fórnfús, hjartahlýr, trúr.
Svona persóna berst gegn öllu illu og hjálpar þeim sem minna mega sín án þess tillits til eigin hagsmuna. Persóna sem er hægt að treysta fullkomnlega. fórnar sér fyrir aðra.
Móðir Teresa, Ghandi, Jesús.

Lawful Neutral: Strangheiðarlegur, ósveigjanlegur, trúr.
Svona persóna fylgir sinni köllun sama hvað það kostar. Lög og regla ofar öllu. Geta sýnt miskun ef það brýtur ekki gegn þeirra reglum.
Erfitt að líkja við persónu úr sögunni.

Lawful Evil: Stoltir, trúr, reglusamir.
Svona persóna beygir reglurnar eins langt og hægt er. Bókastafstrúarmenn eru gott dæmi, fylgja reglum án tillits til annara og notar þær í sinn hag.
Nasistar og kaþólska kirkjan á öldum áður eru gott dæmi um Lawful Evil :)

Neutral Good : Hjartahlýir, Samviskusamir.
Svona persóna hjálpar öðrum án tillits hvort það brýtur gegn einhverjum reglum eður ei. Þeir fylgja sýnu hjarta alla leið.
Eru þó ekki jafn fórnfúsir og þeir af Lawful Good.

Neutral : Afstöðulausir, hlutlausir…
Persóna sem tekur yfirleitt ekki afstöðu í neinum málum, forðast átök nema þegar þeim er sérstaklega ógnað.
Svisslendingar :)

Neutral Evil: Sjálfselskir, Eiginhagsmunaseggir.
Svona persóna hugsar bara um sjálfan sig og hann gerir hvað sem er til að komast af. svíkur án þess að hika og selur mömmu sína hæstbjóðenda. “Me, Myself and I” er besta lýsingin á þeim.
Zaharoff vopnasalinn mikli(Merchant of Death) er gott dæmi úr sögunni.

Chaotic Good: Samviskusamir, Uppreisnaseggur.
Svona persóna hlustar á samvisku sína og gerir góðverk án tillits til hvað öðrum finnst. Fer sínar eigin leiðir en svíkur ekki þá sem honum er kært um.
Hrói Höttur er gott dæmi.

Chaotic Neutral: Anarkistar, ótraustir, óútreiknanlegir.
Svona persóna hlustar bara á sjálfan sig og gerir það sem hentar hverju sinni án tillits hvað öðrum finnst. Fylgir ekki neinum reglum og telja sig vera frjálsir til að gera það sem þeim sýnist.
Persóna með klofinn ðersónuleika er gott dæmi :)

Chaotic Evil: Græðgi, Hatur, illska.
Svona persóna er miskunarlaus, ofbeldisfullur, bráður og stjórnlaus. Honum er sama um allt og alla.
Fjöldamorðingar eins og Dahmer, Andrei Chikatilo og Ted Bundy eru góð dæmi.


Reyndar er erfitt að festa persónur inni þetta kerfi og er eiginlega best að nota þetta sem grunnleið fyrir persónu.

Endilega segið ykkar hugmyndir í kringum þetta ;)
hux|AzRaeL