Þetta er smá snepill sem ég skrifaði fyrir löngu þegar ég var að stjórna Shadowrun campaigni. Rakst á þetta á tölvunni minni og ákvað að´pósta þessu hér svo aðrir megi hafa gagn og gaman af.

SIN (System Identification Number)
Þetta er kennitala fólks á þessum tíma. Hún er nauðsynleg til að gera flesta daglega hluti eins og að taka strætó eða panta pítsu. Fólk ber SIN númer á credstick sem er þá í senn kreditkort, nafnskírteini, ökuskírteini og öll önnur leyfi sem aðilin hefur.
Ég ætla að útskýra aðeins hvernig SIN virkar á tölvumáli. SIN númerið sjálft er geymt á vel vörðum stað á netinu, bæði hjá ríkisstjórninni og corporate fyrirtækinu sem aðilinn vinnur hjá. SIN býr til tengsla á allar færslur sem eru gerðar af þessum aðila s.s. að kaupa sér nærbuxur eða fara yfir landamæri. Sá sem hefur aðgang að SIN númerinu (eins og til dæmis lögreglan) sér linka á allar færslur og getur því séð hvar hann verslaði seinast, hvar hann á heima, hvort hann er með byssuleyfi o.s.fr. án þess væri mjög erfitt að finna þessar upplýsingar.
Að taka einhvern af skrá er eitthvað sem góðir deckers geta gert. Það eru til 4 mismunandi leiðir til þess. Mismunandi áhrifaríkar og dýrar.

Ghosting: Deckerinn hefur áhrif á skilaboð sem send eru til SIN númerins og gefur til kynna að eigandinn sé látinn. Þetta er frekar auðvelt þar sem ekki þarf að brjótast inn og hafa áhrif á sjálft SIN-ið. Gallin er sá að allar upplýsingar eru enn til staðar og lítið mál er að finna er að tengjast færslum ennþá. Það þýðir að ef einhver grunur er á eigandinn sé enn á lífi er ekkert mál að komast að öllu um hann.

Scrambling: Hér þarf deckerinn að brjótast inn og eyða sjálfu SIN-inu. Allar upplýsingar eru ennþá til en maður þarf að leita af þeim án nokkurs að leiðarljósi. Það er nánast ómögulegt þar sem netið er stútfullt af upplýsingum. Ef einhver ætlar að sjá hvaða SIN tengdist færslum sem hann er að skoða fær hann bara ERROR. Einn lítill galli er á en það er að það er greinilegt að hér hefur verið átt við upplýsingarnar.

Cloning: Þetta er svipað og scrambling en í staðin fyrir að bara þurrka út SIN þá skiptur deckerinn á því og öðru (helst af dauðum aðila). Þegar einhver fer að skoða SIN númerið fær hann allar upplýsingar sem hann leitar að, verst fyrir hann að þetta eru allt rangar upplýsingar. Í þessu tilfelli er sjaldgæft að einhver fari að leita að upprunulegu upplýsingunum þar sem það lítur út fyrir að þær séu þegar til staðar.

Nuking: Þetta er lang bestu leiðin en jafnframt lang erfiðust og dýrust. Í þessu felst að þurrka út SIN-ið og líka allar færslur tengdar því. Við erum að tala um algjöra eyðingu á öllu sem til er um þessa manneskju. Þú varst aldrei til og enginn getur fengið upplýsingar um þig á netinu, sama hve vel þeir leita.

Fölsuð SIN
Þeir sem eru SINless eiga ekki auðvelt með að lifa, þeir hafa lítil sem enginn réttindi og er oftast litað á þá sem ólöglega innflytjendur eða álíka. Oftast eru þetta fátæklingar sem fæðast á götunni og eru aldrei skráðir sem ríkisborgarar. Eini séns þeirra á að fá SIN er ef þeir eru handteknir, en þá fá þeir svona Criminal SIN ef lögreglan losar sig bara ekki við þau. Ekki er það nú skárra. Hins vegar eru það líka Shadowrunners sem eru SINless en margt sem þeir gera krefst þess að hafa SIN. Án þess geta þeir ekki leigt sér íbúð eða átt bíl. Hver er tilgangurinn með að safna fúlgu af pening ef þið verðið að búa í pappakassa.

Lausninn er fölsuð SIN, hver runner ætti að hafa MINNST tvö. Eitt til að skrá húsnæði sitt á en því skal maður halda frá öllum shadow verkefnum því þar er að finna þitt raunverulega heimili. Svo þarf minnst eitt annað til að nota í verkefnum en á því á ekki að vera neitt sem tengir raunverulega þig við SIN-ið.
Hvað eru fölsuð SIN? Þar kemur deckerinn okkar góði aftur við sögu. Hann býr til SIN númer og nokkrar færslur í kringum það og kemur því fyrir á réttum stöðum. Því meiri upplýsingar sem hann býr til í kringum SIN-ið því minni líkur eru á því að það uppgvötist. Á þessum allra lélegustu gæti bara verið nafn, staða, ökuskírteini og hreint sakavottorð. Það ætti að vera nóg til að leigja íbúð en lítið annað.

Nauðsynlegt er að passa sig að nota sama falsaða SIN-ið ekki of mikið því þá fara að safnast ógrynni af upplýsingum á það og á endanum verður það orðið nánast eins og raunverulegt SIN, t.d. ef þú ert handtekinn og sýnir falsað skírteini sem þeir falla fyrir en taka samt fingraförin þín, seinna pantaru pítsu heim til þín með sama korti, tekur taxi á glæpastaðinn og skilur óvart eftir fingrafar. Lögreglan tengir saman fingraförin og sér á SIN-inu að þú pantaðir bæði pítsu og taxi á sama heimilisfang rétt fyrir glæpinn. Þeir athuga hver er með þetta heimilisfang og fá þá upplýsingar um annað falsað SIN sem þú átt sem þeir voru kannski búnir að tengja við aðra klaufalega glæpi sem þú framdir. Áður en þú veist af er SWAT team fyrir utan heimilið þitt að fara handtaka 3 mismunandi gaura sem líta allir eins út og búa á sama stað.

Eitt enn, fölsuð SIN er mikið minna notuð en raunveruleg þannig að hægt og rólega verður meiri líkur á því að það sjáist í gengum fölsunina. Þetta er hægt að koma í veg fyrir með því borga Deckernum mánaðarlega til að bæta inn meiru og meiru við SIN-ið. Þannig viðhelst það.
“Where is the Bathroom?” “What room?”